Réttarfar Traust

|

MMR kannaði á dögunum traust almennings til helstu stofnana á sviði réttarfars og dómsmála. Niðurstöður sýndu að af þeim stofnunum sem skoðaðar voru ber almenningur mest traust til Landhelgisgæslunnar og lögreglunnar. Traust til hæstaréttar, ríkissaksóknara og Landhelgisgæslunnar hefur aukist töluvert frá síðustu mælingu í nóvember 2014, en á sama tíma hefur traust til lögreglunnar dregist saman.

Af þeim sem tóku afstöðu til einhverrar stofnunar sögðust 76,2% svarenda bera frekar mikið eða mjög mikið traust til Landhelgisgæslunnar og 75% til lögreglunnar. Um 45,3% þeirra sem tóku afstöðu til einhverrar stofnunar báru frekar lítið eða mjög lítið traust til útlendingastofnunar og 30,5% til dómskerfisins.

1511 TraustJudi01Spurt var: Hversu mikið eða lítið traust berð þú til eftirfarandi aðila. Svarmöguleikar voru: Mjög lítið traust, frekar lítið traust, hvorki mikið né lítið traust, frekar mikið traust, mjög mikið traust og veit ekki/vil ekki svara. Niðurstöður sýna fjölda þeirra sem svöruðu annað hvort mjög/frekar mikið eða lítið traust.
Hlutfallstölur eru reiknaðar af heildarfjölda þeirra sem tóku afstöðu til einhverrar stofnunar.
Samtals tóku 97,5% afstöðu til spurningarinnar.

Alls sögðust 76,2% þeirra sem tóku afstöðu bera mikið traust til Landhelgisgæslunnar, borið saman við 71,4% í nóvember 2014. Eins fækkaði þeim sem sögðust treysta Landhelgisgæslunni frekar lítið eða mjög lítið úr 8,9% í nóvember 2014 niður í 5% nú. Fjöldi þeirra sem sögðust treysta Hæstarétti frekar mikið eða mjög mikið jókst úr 34,3% í 40,8% milli ára. Samsíða fækkaði þeim sem sögðust treysta Hæstarétti frekar lítið eða mjög lítið um 7,8 prósentustig, eða úr 32,1% í fyrra í 24,3% nú. Þeim sem sögðust treysta Ríkissaksóknara frekar mikið eða mjög mikið fjölgaði úr 35,0% í nóvember 2014 í 40,9% nú. Þrátt fyrir að þeim sem sögðust treysta lögreglunni frekar mikið eða mjög mikið fækkaði úr 80,5% í 75,5% milli ára mældist traust til lögreglunnar meira en til allra annarra stofnana á sviði réttarfars og dómsmála, að Landhelgisgæslunni undanskilinni.

1511 TraustJudi02

1511 TraustJudi03

 

Upplýsingar um framkvæmd:

Úrtak: Einstaklingar eldri en 18 ára valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 961
Dagsetning framkvæmdar: 26 október. til 4. nóvember 2015

Eldri kannanir sama efnis:

2014 nóvember: MMR könnun: Traust til stofnana á sviði réttarfars og dómsmála
2013 nóvember: MMR könnun: Traust til stofnana á sviði réttarfars og dómsmála
2012 nóvember: MMR könnun: Traust til stofnana á sviði réttarfars og dómsmála
2011 febrúar: MMR könnun: Traust til stofnana á sviði réttarfars og dómsmála
2010 október:  MMR könnun: Traust til stofnana á sviði réttarfars og dómsmála
2009 október: MMR könnun: Traust til stofnana á sviði réttarfars og dómsmála

Notkun heimil svo lengi sem heimilda (vörumerkis MMR) er getið.
Allur réttur áskilinn: 2006 © Markaðs- og miðlarannsóknir ehf.

Þróun milli mælinga:

Ekki var spurt um traust til Landsdóms í fyrri mælingum.