Réttarfar Traust

|

rettlaeti

MMR kannaði á dögunum traust almennings til helstu stofnana á sviði réttarfars og dómsmála. Traust til flestra stofnana sem könnunin náði til jókst nokkuð í nóvember 2012 en hefur lækkað aftur og sögðust nú færri bera mikið traust til allra stofna sem könnunin náði til heldur en í nóvember 2012.

Af þeim stofnunum sem mældar voru naut Landhelgisgæslan sem fyrr mest trausts. Alls sögðust 82,0% þeirra sem tóku afstöðu bera mikið traust til hennar.

Traust á dómskerfinu í heild hefur dregist nokkuð saman og sögðust 38,1% bara mikið traust til þess nú, borið saman við 44,5% í nóvember 2012.
Í könnuninni nú mældist Ríkislögreglustjóri njóta trausts 55,1% þeirra sem tóku afstöðu, borið saman við 64,9% í nóvember 2012.
Traust til Sérstaks saksóknara dregst nokkuð saman frá því í febrúar 2011 þegar 59,8% sögðust bera mikið traust til stofnunarinnar, borið saman við 46,9% nú.

Þeim fjölgar nokkuð sem sögðust bera lítið traust til Útlendingastofnunar. Af þeim sem tóku afstöðu nú sögðust 36,1% bera lítið traust til Útlendingastofnunar, borið saman við 26,3% í nóvember 2012.

1311 trust domsstolar 1Spurt var: Hversu mikið eða lítið traust berð þú til eftirfarandi aðila. Svarmöguleikar voru: Mjög lítið traust, frekar lítið traust, hvorki mikið né lítið traust, frekar mikið traust, mjög mikið traust og veit ekki/vil ekki svara. Niðurstöður sýna fjölda þeirra sem svöruðu annað hvort mjög/frekar mikið eða lítið traust.
Hlutfallstölur eru reiknaðar af heildarfjölda þeirra sem tóku afstöðu til einhverrar stofnunar.
Samtals tóku 96,9% afstöðu til spurningarinnar.

 

1311 trust domsstolar 2

1311 trust domsstolar 3

 

Upplýsingar um framkvæmd:

Úrtak: Einstaklingar eldri en 18 ára valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 963
Dagsetning framkvæmdar: 26.-28. nóvember 2012

Eldri kannanir sama efnis:
2012 nóvember: MMR könnun: Traust til stofnana á sviði réttarfars og dómsmála
2011 febrúar: MMR könnun: Traust til stofnana á sviði réttarfars og dómsmála
2010 október:  MMR könnun: Traust til stofnana á sviði réttarfars og dómsmála
2009 október: MMR könnun: Traust til stofnana á sviði réttarfars og dómsmála

Notkun heimil svo lengi sem heimilda (vörumerkis MMR) er getið.
Allur réttur áskilinn: 2006 © Markaðs- og miðlarannsóknir ehf.