Stjórnmál Traust

|

MMR kannaði á dögunum traust til helstu stofnana landsins. Niðurstöður sýna að af þeim stofnunum sem mældar voru ber almenningur mest traust til lögreglunnar, Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík og Ríkisútvarpsins. Flestir sögðust bera frekar lítið eða mjög lítið traust til bankakerfisins, Fjármálaeftirlitsins og ríkisstjórnarinnar.

Af þeim sem tóku afstöðu sögðust flestir bera frekar eða mjög mikið traust til lögreglunnar (75,5%), Háskóla Íslands (64,6%), Háskólans í Reykjavík (52,9%) og Ríkisútvarpsins (49,2%). Þær stofnanir sem flestir báru frekar eða mjög lítið traust til voru bankakerfið (70,6%), Fjármálaeftirlitið (61,1%) og ríkisstjórnin (60,3%). Þá voru 53,2% sem sögðust bera frekar lítið eða mjög lítið traust til lífeyrissjóðanna og 52,4% sögðust bera frekar lítið eða mjög lítið traust til Alþingis. 

 

  1510 mynd01Spurt var: Hversu mikið eða lítið traust berð þú til eftirfarandi aðila.
Svarmöguleikar voru: Mjög lítið traust, frekar lítið traust, hvorki mikið né lítið traust, frekar mikið traust, mjög mikið traust og veit ekki/vil ekki svara.
Niðurstöður sýna fjölda þeirra sem svöruðu annað hvort mjög/frekar mikið eða lítið traust.
Samtals tóku 98,1% afstöðu til spurningarinnar (einhverrar stofnunar). Hlutfallstölur eru reiknaðar af heildarfjölda þeirra sem tóku afstöðu til einhverrar stofnunar.

  

Þróun milli mælinga:

Þegar skoðuð er þróun mælinga á milli áranna 2015 og 2014 á trausti til helstu stofnana landsins sést að traust almennt séð hefur minnkað frá 2014 til 2015. Stærstu breytingarnar á milli ára voru til lögreglunnar, Landsvirkjunar, Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík og fjölmiðla. Þegar skoðaður er munur á trausti til lögreglunnar kemur í ljós að það hefur minnkað um 5 prósentustig frá 2014 til 2015 og traust til Landsvirkjunar hefur minnkað um 7 prósentustig frá 2014 til 2015. Traust til Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík minnkaði hjá hvorum háskólanum um 8 prósentustig frá 2014 til 2015. Þeim sem báru frekar eða mjög mikið traust til fjölmiðla fækkaði einnig um 8 prósentustig frá 2014 til 2015.

Þróun allra stofnana má sjá í meðfylgjandi gröfum.

 

 

1510 mynd02 

 

1510 mynd03

 

Upplýsingar um framkvæmd:

Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri, valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 961 einstaklingur, 18 ára og eldri
Dagsetning framkvæmdar: 26. október til 4. nóvember 2015

Eldri kannanir sama efnis:

2014 október: MMR könnun á trausti almennings til helstu stofnana samfélagsins
2013 október: MMR könnun á trausti almennings til helstu stofnana samfélagsins
2012 júní: MMR Könnun á trausti almennings til helstu stofnana samfélagsins
2011 október: MMR Könnun á trausti almennings til helstu stofnana samfélagsins
2010 október: MMR Könnun á trausti almennings til helstu stofnana samfélagsins
2010 maí: MMR Könnun á trausti almennings til helstu stofnana samfélagsins
2009 október: MMR Könnun á trausti almennings til helstu stofnana samfélagsins
2009 maí: MMR Könnun á trausti almennings til helstu stofnana samfélagsins
2008 desember: MMR Könnun á trausti almennings til helstu stofnana samfélagsins

Þróun milli mælinga:

Ekki var spurt um traust til Landsdóms í fyrri mælingum.