Dægurmál

|

Um tveir af hverjum þremur Íslendingum (67%) höfðu aðgang að Netflix á heimili sínu sem er aukning um 8 prósentustig frá sama tíma í fyrra. Samhliða hefur þeim fækkað sem hugðust kaupa áskrift á næstunni. Sértaka athygli vekur að heil 90% Íslendinga undir þrítugu hafði aðgang að Netflix. Þetta kom fram í könnun MMR sem framkvæmd var dagana 16. til 22. maí 2018.

1805 netflix FBSpurt var: „Ert þú eða einhver á þínu heimili með áskrift að Netflix?“
Svarmöguleikar voru: „Já“, „Nei“, „Nei - en áskrift að Netflix verður keypt á næstu 6 mánuðum“ og „Veit ekki/vil ekki svara“.
Samtals tóku 97,8% afstöðu til spurningarinnar.
 

Munur eftir lýðfræðihópum
Breytileika var að sjá á svörum eftir lýðfræðihópum. Aldur svarenda hafði nokkur áhrif á afstöðu en svarendur yngsta aldurshópsins voru líklegastir til að segjast hafa aðgang að Netflix á sínu heimili (90%). Aðgengi fór minnkandi með aldri en einungis 24% svarenda 68 ára og eldri sögðu einhvern á sínu heimili hafa áskrift að streymisveitunni. Óverulegur munur var á svörun eftir kyni en íbúar höfuðborgarsvæðisins (70%) voru líklegri til að segja einhvern á sínu heimili vera með áskrift heldur en þeir á landsbyggðinni (62%). Líkur á að einhver heimilismanna svarenda væri með áskrift að Netflix jókst einnig með aukinni menntun og heimilistekjum en af starfsstéttum voru bændur, sjó-, iðn-, véla- og verkafólk (60%) ólíklegri en aðrir til að segja einhvern á heimili sínu hafa áskrift að vefþjónustunni.

Ef litið var til stjórnmálaskoðana mátti sjá nokkurn mun á afstöðu svarenda. Stuðningsfólk Viðreisnar (75%) og Pírata (74%) var líklegast allra til að segja einhvern á heimili sínu vera með áskrift að Netflix. Stuðningsfólk Framsóknarflokks (54%) var hins vegar ólíklegast til að hafa aðgang að streymisveitunni á heimili sínu.

1805 netflix x

MMR könnun 2017: Yfir helmingur heimila með Netflix

MMR könnun 2016: Þriðjungur Íslendinga búa á heimili með áskrift að Netflix

Upplýsingar um framkvæmd:
Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 929 einstaklingar
Dagsetning framkvæmdar: 16. til 22. maí 2018