Yfir helmingur Íslendinga hefur áskrift af Netflix á heimili sínu. Þetta sýnir nýleg könnun MMR sem framkvæmd var dagana 11.-16. maí 2017. Þetta er aukning um 25,6 prósentustig frá því að könnunin var síðast framkvæmd í janúar 2016 en þá sögðu 33,2% að þau eða einhver á heimilinu væri með áskrift að Netflix. Sögðu nú 2,7% að áskrift að Netflix yrði keypt á næstu 6 mánuðum, samanborið við 7,5% í síðustu könnun.
Spurt var: „Ert þú eða einhver á þínu heimili með áskrift að Netflix“
Svarmöguleikar voru:Já, Nei, Nei - en áskrift verður keypt á næstu 6 mánuðum, veit ekki/vil ekki svara.
Samtals tóku 99,0% svarenda afstöðu til spurningarinnar.
Munur á afstöðu eftir lýðfræðihópum
Aðeins hærra hlutfall kvenna (60%) en karla (58%) sögðu að á heimilinu væri einhver með áskrift að Netflix.
Með auknum aldri lækkaði hlutfall þeirra sem sögðu einhvern á heimilinu hafa áskrift af Netflix. Af þátttakendum 68 ára og eldri sögðu 26% að áskrift af Netflix væri á heimilinu samanborið við 77% þátttakenda á aldrinum 18-29 ára. Af þeim í elsta aldurshópnum sögðu 5% að áskrift að Netflix yrði keypt á næstu 6 mánuðum.
Af námsmönnum kváðu 80% að áskrift af Netflix væri á heimilinu, 68% stjórnenda og æðstu embættismanna og 66% sérfræðinga.
Upplýsingar um framkvæmd:
Úrtak: Einstaklingar, 18 ára og eldri valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 943 einstaklingar
Dagsetning framkvæmdar: 11.-16. maí 2017