Jólahefðir Matarvenjur

|

Þeim heldur áfram að fækka sem borða skötu á Þorláksmessu. Þetta leiðir ný könnun MMR á jólahefðum landsmanna í ljós. Alls voru 34,5% sem sögðust ætla að borða skötu í dag, Þorláksmessudag, sem er fækkun um eitt og hálft prósentustig frá því í fyrra og 7,6 prósentustiga fækkun frá því tíðni skötuáts náði hámarki í mælingum MMR árið 2013.

1712 skataSpurt var: Ætlar þú að borða skötu á Þorláksmessu?
Svarmöguleikar voru: Já, nei og veit ekki/vil ekki svara.
Samtals tóku 93,0% afstöðu til spurningarinnar.
 

 

Fækkar í hópi kvenna sem borða skötu.

Sem fyrr höfðar skatan heldur til karla en kvenna, en 41% karla sögðust ætla að borða skötu á Þorláksmessu samanborðið við einungis 28% kvenna. Vel að merkja þá voru þessi hlutföll 40% á móti 32%, körlum í vil fyrir ári síðan. Virðist því sem lækkandi tíðni skötuáts sé drifin af minnkandi áhugi kvenna á réttinum. 

Yngra fólk var mun ólíklegra til að segjast ætla að borða skötu en eldra fólk. Af þeim sem tóku afstöðu og tilheyrðu yngsta aldurshópnum (18-29 ára) sögðust 20% ætla að borða skötu á Þorláksmessu, borið saman við 60% í aldurshópnum 68 ára og eldri.

Fólk á landsbyggðinni var ennfremur töluvert líklegra til að segjast ætla að borða skötu en fólk á höfuðborgarsvæðinu. Af þeim sem tóku afstöðu og voru búsett á landsbyggðinni sögðust 46% ætla að borða skötu á Þorláksmessu, borið saman við 28% íbúa á höfuðborgarsvæðinu.

Stuðningsfólk Miðflokksins reynsdist alveg sér á parti hvað varðar ætlanir um skötuát á Þorláksmessu. Af þeim sem tóku afstöðu til spurningarinnar og sögðust styðja Miðflokkinn ætluðu 54% að borða skötu í ár, borið saman við 27% stuðningsfólks Viðreisnar og 26% stuðningsfólks Pírata.

1712 skata x

 

Upplýsingar um framkvæmd:

Úrtak: Einstaklingar18 ára og eldri valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 923 einstaklingar
Dagsetning framkvæmdar: 12. til 15. desember 2017

Eldri kannanir sama efnis:
2016 desember: MMR könnun: Unga kynslóðin skeptísk á skötuna
2015 desember: MMR könnun: Ætlar fólk að borða skötu á Þorláksmessu
2014 desember: MMR könnun: Ætlar fólk að borða skötu á Þorláksmessu
2013 desember: MMR könnun: Ætlar fólk að borða skötu á Þorláksmessu
2012 desember: MMR könnun: Ætlar fólk að borða skötu á Þorláksmessu
2011 desember: MMR könnun: Ætlar fólk að borða skötu á Þorláksmessu