MMR kannaði hvort fólk ætlaði að borða skötu á Þorláksmessu þetta árið. Svo virðist sem skötuunnendum fækki jafnt og þétt og skatan eigi hlutfallslega fáa aðdáendur meðal yngri kynskóðarinnar.
Af þeim sem tóku afstöðu nú sögðust 35,8% ætla að borða skötu og 64,2% sögðust ekki ætla að borða skötu á Þorláksmessu. Þegar þessar tölur eru bornar saman eldri kannanir má að um nokkra breytingu er að ræða. Árið 2013 voru til dæmis 42,1% þeirra sem tóku afstöðu sem sögðust ætla að borða skötu þorláksmessu og hefur þeim sem hyggjast borða skötu á þessum degi því fækkað um 6,3 prósentustig frá árinu 2013.
Spurt var: Ætlar þú að borða skötu á Þorláksmessu?
Svarmöguleikar voru: Já, nei og veit ekki/vil ekki svara.
Samtals tóku 93,0% afstöðu til spurningarinnar.
Nokkur munur milli hópa hvort fólk sagðist ætla að borða skötu á Þorláksmessu eða ekki
Karlar voru líklegri til að segjast ætla að borða skötu á Þorláksmessu en konur. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 42,9% karla ætla að borða skötu á Þorláksmessu, borið saman við 28,4% kvenna.
Yngra fólk var ólíklegra til að segjast ætla að borða skötu en eldra fólk. Af þeim sem tóku afstöðu og tilheyrðu yngsta aldurshópnum (18-29 ára) sögðust 19,8% ætla að borða skötu á Þorláksmessu, borið saman við 58,1% í aldurshópnum 68 ára og eldri.
Fólk á landsbyggðinni var líklegra til að segjast ætla að borða skötu en fólk á höfuðborgarsvæðinu. Af þeim sem tóku afstöðu og voru búsett á landsbyggðinni sögðust 45,2% ætla að borða skötu á Þorláksmessu, borið saman við 30,1% íbúa á höfuðborgarsvæðinu.
Þeir sem studdu Bjarta framtíð voru ólíklegri en stuðningsfólk annarra stjórnmálaflokka til að segjast ætla að borða skötu á Þorláksmessu. Af þeim sem tóku afstöðu og kváðust styðja Bjarta framtíð sögðust 13,6% ætla að borða skötu á Þorláksmessu, borið saman við 47,0% þeirra sem studdu Framsóknarflokkinn og 46,9% þeirra sem studdu Samfylkinguna.
Upplýsingar um framkvæmd:
Úrtak: Einstaklingar18 ára og eldri valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 1010 einstaklingar
Dagsetning framkvæmdar: 15. til 18. desember 2015
Eldri kannanir sama efnis:
2014 desember: MMR könnun: Ætlar fólk að borða skötu á Þorláksmessu
2013 desember: MMR könnun: Ætlar fólk að borða skötu á Þorláksmessu
2012 desember: MMR könnun: Ætlar fólk að borða skötu á Þorláksmessu
2011 desember: MMR könnun: Ætlar fólk að borða skötu á Þorláksmessu