Nýleg könnun MMR sýnir að 36% Íslendinga ætla að borða skötu á Þorláksmessu þetta árið. Vinsældir skötunnar hafa dalað nokkuð frá því að MMR hóf mælingar árið 2011.
Af þeim sem tóku afstöðu nú sögðust 36,0% ætla að borða skötu og 64,0% sögðust ekki ætla að borða skötu á Þorláksmessu. Þessar tölur hafa lítið breyst síðan í fyrra þegar 35,8% sögðust ætla að borða skötu en 64,2% ekki ætla að borða skötu á Þorláksmessu. Vinsældir skötu hafa aðeins dalað frá því fyrir fjórum árum en þá höfðu 42,1% landsmanna hug á að gæða sér á þessu þjóðlega hnossgæti. Vinsældir skötunnar hafa þannig fallið um 6,1 prósentustig á fjórum árum.
Spurt var: Ætlar þú að borða skötu á Þorláksmessu?
Svarmöguleikar voru: Já, nei og veit ekki/vil ekki svara.
Samtals tóku 92,2% afstöðu til spurningarinnar.
Nokkur munur milli hópa hvort fólk sagðist ætla að borða skötu á Þorláksmessu eða ekki
Karlar voru nokkuð líklegri en konur til að borða ætla að skötu á Þorláksmessu. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 40% karla ætla að borða skötu á Þorláksmessu, en einungis 32% kvenna.
Yngra fólk var mun ólíklegra til að segjast ætla að borða skötu en eldra fólk. Af þeim sem tóku afstöðu og tilheyrðu yngsta aldurshópnum (18-29 ára) sögðust 20% ætla að borða skötu á Þorláksmessu, borið saman við 56% í aldurshópnum 68 ára og eldri.
Fólk á landsbyggðinni var ennfremur töluvert líklegra til að segjast ætla að borða skötu en fólk á höfuðborgarsvæðinu. Af þeim sem tóku afstöðu og voru búsett á landsbyggðinni sögðust 48% ætla að borða skötu á Þorláksmessu, borið saman við 29% íbúa á höfuðborgarsvæðinu.
Stuðningsfólk Pírata var ólíklegra en stuðningsfólk annarra stjórnmálaflokka til að gæða sér á skötu á Þorláksmessu. Af þeim sem tóku afstöðu til spurningarinnar og sögðust styðja Pírata ætluðu 22% að borða skötu, borið saman við 51% stuðningsfólks Samfylkingarinnar og 48% stuðningsfólks Framsóknarflokksins.
Upplýsingar um framkvæmd:
Úrtak: Einstaklingar18 ára og eldri valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 924 einstaklingar
Dagsetning framkvæmdar: 9. til 14. desember 2016
Eldri kannanir sama efnis:
2015 desember: MMR könnun: Ætlar fólk að borða skötu á Þorláksmessu
2014 desember: MMR könnun: Ætlar fólk að borða skötu á Þorláksmessu
2013 desember: MMR könnun: Ætlar fólk að borða skötu á Þorláksmessu
2012 desember: MMR könnun: Ætlar fólk að borða skötu á Þorláksmessu
2011 desember: MMR könnun: Ætlar fólk að borða skötu á Þorláksmessu