Jólahefðir Matarvenjur

|

Íslendingar ríghalda í hangikjötshefðina og segjast 72% þeirra ætla að borða hangikjöt á jóladag í ár. Þetta sýna niðurstöður könnunar MMR sem fram fór dagana 12-15. desember. Helsta breytingin sem hefur orðið á undanförnum árum varðandi matarvenjur á jóladag er að nú sögðust heil 3,2% ætla að hafa grænmeti sem aðalrétt - sem er töluverð breyting frá árinu 2010 þegar ekki nema 0,6% sögðust ætla að borða grænmetisfæði á jóladag. Tæp 4% landsmanna ætla að borða kalkún, rúm 3% lambakjöt (annað en hangikjöt) og tæp 2% nautakjöt.


1712 jóladagur 2Spurt var: „Hvað er líklegast að þú munir borða sem aðalrétt á jóladag?“ Svarmöguleikar voru: Fiskur/sjávarfang, gæs, grænmetisfæði, hangikjöt, hamborgarhryggur, hreindýrakjöt, kalkúnn, kjúklingur, lambakjöt (annað en hangikjöt), nautakjöt, rjúpur, svínakjöt (annað en hamborgarhryggur), önd, annað kjöt, annað og veit ekki/vil ekki svara.

Kynslóðabreytingar 

Mikill kynslóðamunur virðist vera á því hvort fólk hyggist borða hangikjöt í aðalrétt á jóladag. Elsta kynslóðin er töluvert líklegri en sú yngsta til að halda í hangikjötshefðina, en 86% þeirra sem voru 68 ára og eldri sögðust munu borða hangikjöt í aðalrétt þessi jólin, 79% þeirra á aldrinum 50-67 ára, 69% þeirra á aldrinum 30-49 ára og 63% þeirra á aldrinum 18-29 ára.  

Stuðningsmenn Flokks fólksins halda fast í hangikjötshefðina, en 95% þeirra sem sögðust líklegast borða hangikjöt sem aðalrétt á jóladag. Af stuðningsfólki Viðreisnar ætluðu til samanburðar einungis 62% að gæða sér á hangikjöti á jóladag. Þá er áhugavert að sjá að 7% þeirra sem eru undir þrítugu hyggjast borða grænmetisfæði sem aðalrétt á jóladag sem er tvö- og þrefaldur sá fjöldi sem hyggst borða grænmetisfæði úr öðrum aldurshópum.


1712 jóladagur x

 

Upplýsingar um framkvæmd:

Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 923 einstaklingar
Dagsetning framkvæmdar: 12.-15. desember 2017

Eldri kannanir sama efnis:
2016 desember: MMR könnun: hvað verður á borðum fólks á jóladag
2015 desember: MMR könnun: hvað verður á borðum fólks á jóladag
2014 desember: MMR könnun: hvað verður á borðum fólks á jóladag
2013 desember: MMR könnun: hvað verður á borðum fólks á jóladag
2012 desember: MMR könnun: hvað verður á borðum fólks á jóladag
2011 desember: MMR könnun: hvað verður á borðum fólks á jóladag
2010 desember: MMR könnun: hvað verður á borðum fólks á jóladag