Jólahefðir Matarvenjur

|

MMR kannaði hvað fólk ætlaði að borða í aðalrétt á jóladag. Líkt og fyrri ár lítur út fyrir að hangikjöt verði langvinsælasti aðalrétturinn á borðum landsmanna á jóladag.

Í könnuninni var skoðað hvað fólk borðaði sem aðalrétt á jóladag í fyrra til að athuga hvort fólk haldi almennt í hefðina eða breyti út af laginu við val á aðalrétti á þessum hátíðardegi. Í ljós kom að yfir 75% þeirra sem tóku þátt í könnuninni ætla að borða það sama í ár og það borðaði í fyrra. Þeir sem halda hvað fastast í hefðina virðast vera þeir sem borða hangikjöt á jóladegi, en 94% þeirra sem borðuðu hangikjöt í fyrra ætla einnig að borða hangikjöt þetta árið.

Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 72,0% ætla að borða hangikjöt á jóladag, 7,3% sögðust ætla að borða hamborgarhrygg, 3,2% sögðust ætla að borða lambakjöt, 2,9% sögðust ætla að borða kalkún og 14,6% sögðust ætla að borða eitthvað annað en fyrrgreinda kosti.1512 joladag mynd01Spurt var: „Hvað er líklegast að þú munir borða sem aðalrétt á jóladag?“ Svarmöguleikar voru: Fiskur/sjávarfang, gæs, grænmetisfæði, hangikjöt, hamborgarhryggur, hreindýrakjöt, kalkúnn, kjúklingur, lambakjöt (annað en hangikjöt), nautakjöt, rjúpur, svínakjöt (annað en hamborgarhryggur), önd, annað kjöt, annað og veit ekki/vil ekki svara.
Samtals tóku 93,8% afstöðu til spurningarinnar.

Munur milli hópa hvað fólk ætlar að borða sem aðalrétt á jóladag

Stuðningsfólk Framsóknarflokksins eru líklegri en aðrir til að hafa hangikjöt sem aðalrétt á jóladag (84%), en stuðningsmenn Bjartrar framtíðar eru ólíklegastir til að borða hangikjöt á jólunum (63%). Fólk á lífeyrisaldri er líklegast til að hafa annars konar lambakjöt (9%).

1512 joladag mynd02

 

Upplýsingar um framkvæmd:

Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 1010 einstaklingar
Dagsetning framkvæmdar: 15.-18. desember 2015

Eldri kannanir sama efnis:
2014 desember: MMR könnun: hvað verður á borðum fólks á jóladag
2013 desember: MMR könnun: hvað verður á borðum fólks á jóladag
2012 desember: MMR könnun: hvað verður á borðum fólks á jóladag
2011 desember: MMR könnun: hvað verður á borðum fólks á jóladag
2010 desember: MMR könnun: hvað verður á borðum fólks á jóladag