Meirihluti Íslendinga eru ánægðir með nágranna sína, eða 87,8%. Þetta kom fram í könnun MMR þar sem svarendur voru spurðir hversu ánægðir eða óánægðir þeir væru með nágranna sína. Einungis 12,1% Íslendinga voru óánægðir með nágranna sína og þar af voru 4,8% mjög óánægðir.
Ef þróun á afstöðu Íslendinga frá árinu 2010 til 2016 er skoðuð, kemur í ljós að ánægja með nágranna hefur verið nokkuð stöðug. Óánægja með nágranna virðist þó aukast yfir tímabilið, eða um 5,1 prósentustig síðan mælingar hófust í ágúst 2010.

Munur á viðhorfi eftir lýðfræðihópum
Íslendingar voru misánægðir með nágranna sína eftir lýðfræðihópum. Ef munur á viðhorfi eftir aldurshópum var skoðaður kom í ljós að því eldri sem svarendur voru því ánægðari voru þeir með nágranna sína. Þannig voru 81,1% svarenda á aldrinum 18-29 ára ánægðir með nágranna sína, á móti 96,7% svarenda á aldrinum 68 ára og eldri. Jafnframt voru svarendur með heildartekjur undir 400 þúsund óánægðari en svarendur í öðrum tekjuflokkum, eða 19,4%. Einnig var stuðningsfólk Pírata óánægðara með nágranna sína en stuðningsfólk annarra stjórnmálaflokka, eða 18,5%. Stuðningsfólk Samfylkingarinnar virðist eiga auðveldara með að lynda við nágranna sína heldur en stuðningsfólk annarra flotta, en 97% þeirra sögðust ánægð með granna sína.

Upplýsingar um framkvæmd:
Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri, valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 955 einstaklingar, 18 ára og eldri
Dagsetning framkvæmdar: 15. til 18. ágúst 2017
Umfjöllun um eldri kannanir sama efnis:
2015 ágúst: MMR könnun á ánægju íslendinga
2014 ágúst: MMR könnun á ánægju íslendinga
2014 ágúst: MMR könnun á ánægju með veðrið
2013 ágúst: MMR könnun á ánægju íslendinga
2012 september: MMR könnun á ánægju íslendinga
2011 ágúst: MMR könnun á ánægju íslendinga
2010 ágúst: MMR könnun á ánægju íslendinga