MMR kannaði afstöðu meðlima þjóðkirkjunnar til þess hvort þeir hefðu hugsað um að segja sig úr þjóðkirkjunni á síðastliðnum mánuðum. Af þeim sem tóku afstöðu hafði fimmtungur eða 20,0% hugleitt að segja sig úr henni á en 80,0% sögðust ekki hafa hugsað um það. Af þeim sem tóku afstöðu í júlí 2011 hafði rúmlega þriðjungur þeirra sem voru í þjóðkirkjunni hugleitt að segja sig úr henni á síðastliðnum mánuðum en 65,6% sögðust ekki hafað hugsað um það.
Hlutfall þeirra sem hafði hugsað um að segja sig úr þjóðkirkjunni reyndist nokkuð breytilegur eftir hinum ýmsu þjóðfélagshópum. Þannig minnkaði til að mynda hlutfall þeirra sem sagðist hafa hugsað um að segja sig úr þjóðkirkjunni með hækkandi aldri, en 31,4% þeirra sem tóku afstöðu og voru í yngsta aldurshópnum (18-29 ára) sögðust hafa hugleitt það borið saman við 13,2% í elsta aldurshópnum (50-67 ára).
Fleiri karlar en konur höfðu hugsað um að segja sig úr þjóðkirkjunni á síðastliðnum mánuðum eða 23,2% karla borið saman við 17,0% kvenna. Þá voru 24,4 þeirra sem studdu ríkisstjórnina sem höfðu hugsað um að segja sig úr þjóðkirkjunni borið saman við 18,8% þeirra sem studdu ekki ríkisstjórnina.
Þá reyndust niðurstöður sömuleiðis ólíkar eftir heimilistekjum. Hlutfall þeirra sem sagðist hafa hugsað um að segja sig úr þjóðkirkjunni minnkaði með hækkandi launum. Af þeim sem tóku afstöðu og voru með laun undir 250 þúsund krónur á mánuði sögðust 29,6% hafa hugleitt úrsögn úr þjóðkirkjunni borið saman við 16,5% í næst efsta launaflokk (með 600-799 þúsund krónur í heimilistekjur á mánuði).
Upplýsingar um framkvæmd:
Úrtak: Einstaklingar á aldrinum 18-67 ára valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 939 einstaklingar á aldrinum 18-67 ára
Dagsetning framkvæmdar: 10.-16. júlí 2012
Eldri kannanir sama efnis:
2011 Júlí: MMR Könnun um viðhorf til úrsagnar úr þjóðkirkju
Niðurstöðurnar á PDF:1207_Thjodkirkjan_tilkynning_final.pdf
Notkun heimil svo lengi sem heimilda (vörumerkis MMR) er getið.
Allur réttur áskilinn: 2006 © Markaðs- og miðlarannsóknir ehf.