Forseti Íslands

|

HerdisThorgerisdottirMMR kannaði stuðning almennings við þá einstaklinga sem þegar hafa lýst yfir framboði til komandi forsetakosninga. Af þeim sem tóku afstöðu var nákvæmlega sami fjöldi, eða 41,2%, sem sögðust myndu kjósa Þóru Arnórsdóttur og Ólaf Ragnar Grímsson. Þá voru 9,7% þeirra sem tóku afstöðu sem lýstu yfir stuðningi við Ara Trausta Guðmundsson. Aðrir frambjóðendur voru nefndir af 7,9% svarenda samanlagt.

Niðurstaðan er nánast hin sama og í könnun MMR sem birt var hinn 15. maí síðast liðinn og breytingar innan vikmarka fyrir alla frambjóðendur að Herdísi Þorgeirsdóttur undanskilinni. Stuðningur við framboð Herdísar mælist nú 3,4% og hækkar um 2,1 prósentustig frá síðustu könnun (sem er marktæk breyting).

1205_2_mmr_forseti_01

Mikill munur á stuðningi við frambjóðendur eftir stuðningi við stjórnmálaflokka

Sem fyrr reyndist töluverður munur á afstöðu fólks eftir því hvaða stjórnmálaflokka það sagðist styðja (væri gengið til kosninga nú). Þannig voru 52,5% framsóknarmanna og 58,7% sjálfstæðismanna sem sögðust kjósa Ólaf Ragnar en 71,0% samfylkingarfólks og 69,6% Vinstri-grænna sagðist vilja kjósa Þóru. Þá voru 63,3% þeirra sem sögðust styðja ríkisstjórnina sem jafnframt sögðust kjósa Þóru. Á móti voru 53,3% þeirra sem sögðust andvígir ríkisstjórninni sem sögðust vilja kjósa Ólaf Ragnar.

1205_2_mmr_forseti_02

Óverulegur munur ef niðurstöður eru einnig skoðaðar fyrir eldri en 67 ára

MMR gerir reglulegar kannanir meðal 18-67 ára Íslendinga og til að viðhalda samanburði yfir tíma birtir MMR niðurstörður könnunarinnar miðað við þann aldurshóp. Heildarúrtakið að þessu sinni náði hins vegar upp í 80 ára aldur. Ef niðurstöður fyrir heildarúrtakið er skoðaðar sést að munurinn er aftur á móti óverulegur og innan vikmarka.

1205_2_mmr_forseti_03

Upplýsingar um framkvæmd:

Úrtak: Einstaklingar á aldrinum 18-67 ára (og 68-80 ára) valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 856 einstaklingar á aldrinum 18-67 ára (933 ef horft er til 18-80 ára)
Dagsetning framkvæmdar: 21.-24. maí 2012

Eldri kannanir sama efnis:

2012 Maí: MMR Könnun um fylgi við forsetaframbjóðendur

Niðurstöðurnar á PDF:
1205_2_mmr_tilkynning_forsetakosningar.pdf

Notkun heimil svo lengi sem heimilda (vörumerkis MMR) er getið.
Allur réttur áskilinn: 2006 © Markaðs- og miðlarannsóknir ehf.

 

Þróun milli mælinga:

Ekki var spurt um traust til Landsdóms í fyrri mælingum.