Alþingiskosningar

|

- Fylgi Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks stendur í stað milli mánaða

- Borgarahreyfing með 4,1% fylgi

Fylgi Samfylkingarinnar mælist nú 29,8%. Þetta er lítil breyting frá síðustu könnun í mars 2009 þegar fylgi flokksins mældist 30,5%. Stuðningur við Sjálfstæðisflokk mælist nú 28,8% og fylgi Vinstri grænna 25,9%. Fylgi framsóknarflokksins mælist nú 9% og hið nýja framboð Borgarahreyfingarinnar mælist með 4,1% fylgi. Aðrir flokkar mælast undir 2% fylgi. Tekið skal fram að meirihluti gagnaöflunar vegna könnunarinnar átti sér stað dagana 6-7 apríl (áður en fregnir bárust af styrkjamálum stjórnmálaflokkanna).

    0904_01

 

 Niðurstöðurnar í heild:
 0904_tilkynning_stjornmal.pdf