Neytendamál

|

Notkun landsmanna á íslenskum vefmiðlum hefur aukist nokkuð í kjölfar útbreiðslu kórónaveirunnar ásamt því sem daglegum heimsóknum á efnisveituna YouTube hefur fjölgað. Litla breytingu er hins vegar að merkja á daglegum eða vikulegum heimsóknum á samfélagsmiðilinn Facebook. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri könnun MMR á vefmiðlanotkun landsmanna en könnunin er framkvæmd ársfjórðungslega og tekur til 18 innlendra og erlendra vefmiðla.

2004 Netmiðlar 1Spurt var: „Hversu oft heimsækir þú eftirtaldar vefsíður á netinu?“ (lista yfir þá vefmiðla sem spurt var um má finna neðar á þessari síðu):
Svarmöguleikar voru: „Oft á dag“, „Daglega“, „3-5 sinnum í viku“, „1-2 sinnum í viku“, „1-3 sinnum í mánuði“, „Sjaldnar“, „Aldrei“ og „Vil ekki svara“.
Allir þátttakendur tóku afstöðu til spurningarinnar.

Eftir stöðugleika í mælingum 2019 og í janúar 2020 má sjá að nokkur aukning hefur orðið á heimsóknum landsmanna á innlenda netmiðla yfir síðasta ársfjórðung, samhliða útbreiðslu kórónaveirunnar. Hlutfall þeirra sem kváðust heimsækja vef Morgunblaðsins daglega eða oftar jókst um tíu prósentustig (úr 54% í 64%) og var sömu aukningu að merkja á daglegum notendum vefsíðu Ríkisútvarpsins (úr 30% í 40%). Einnig mátti sjá aukningu á daglegum heimsóknum á vef Vísis um níu prósentustig og fór hlutfall þeirra úr 53% í 62%. Áhugavert er að sjá að hlutfall þeirra sem kváðust heimsækja samfélagsmiðil Facebook daglega eða oftar hélst nær óbreytt í 85% yfir síðustu mælingar en dagleg notkun á YouTube jókst um sjö prósentustig og mældist nú 37% og dagleg notkun á Google jókst um þrjú prósentustig samhliða breyttu ástandi í samfélaginu og mældist nú 73%.

2004 Netmiðlar 2

Öllu minni breytingar mældust á hlutfalli þeirra sem kváðust heimsækja vefmiðlana vikulega eða oftar. Mest reyndist aukningin á vikulegum notendum Vísis en hlutfall þeirra jókst um 6 prósentustig og mældist nú 85%, líkt og hlutfall vikulegra notenda á vef Morgunblaðsins sem jókst um 4 prósentustig. Hlutfall þeirra sem kváðust heimsækja vef Ríkisútvarpsins vikulega eða oftar jókst um fimm prósentustig frá mælingum í janúar síðastliðnum og mældist nú 67%, 8 prósentustigum hærra en meðalhlutfall mælinga ársins 2019. Breytingar á vikulegri notkun erlendu miðlanna mældust minni en hjá þeim innlendu en hlutfall vikulegra notenda Facebook minnkaði um tvö prósentustig og mældist nú 92%, hlutfall vikulegra notenda YouTube jókst um 3 prósentustig og hlutfall vikulegra notenda Google reyndist óbreytt frá síðustu mælingu.

Hefur þú áhuga á að vita meira?
Niiðurstöður ársfjórðungslegra mælinga MMR á notkun íslendinga á helstu vefmiðlum eru fáanlegar á skýrsluformi. Hver skýrsla hefur meðal annars að geyma tölulegar upplýsingar um frammistöðu stakra vefmiðla (greint eftir bakgrunnshópum) og samanburð á daglegri og vikulegri notkun á milli vefmiðla.
Upplýsingar um verð og afgreiðslu eru veittar á skrifstofu MMR (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.).

Vefmiðlar í ársfjórðungslegri mælingu:

  • 1819 (1819.is)
  • Bland (bland.is)
  • DV (dv.is)
  • Fótbolti.net (fotbolti.net)
  • Fréttablaðið (frettabladid.is)
  • Hringbraut (hringbraut.is)
  • Já (ja.is)
  • Kjarninn (kjarninn.is)
  • Morgunblaðið (mbl.is)
  • Nútíminn (nutiminn.is)
  • Ríkisútvarpið (ruv.is)
  • Stundin (stundin.is)
  • Veðurstofan (vedur.is)
  • Viðskiptablaðið (vb.is)
  • Vísir (visir.is)
  • Facebook (facebook.com)
  • Google (google.com)
  • YouTube (youtube.com)

Upplýsingar um framkvæmd:

Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 987 einstaklingur
Dagsetning framkvæmdar: 3. til 7. apríl 2020