Jólahefðir

|

MMR stóð nýlega fyrir vinsældakosningu íslensku jólasveinanna, fjórða árið í röð. Kertasníkir reyndist hlutskarpastur líkt og fyrri ár og heldur titlinum "Uppáhalds jólasveinn Íslendinga" með 29% tilnefninga. Stúfur situr sem fastast í öðru sætinu með 25% tilnefninga en vinsældaukning hans frá því í fyrra gekk að mestu til baka í ár. Hurðaskellir var svo í þriðja sæti með 13% tilnefninga en hann hefur hreiðrað um sig í því sæti síðan mælingar hófust.

 

1812 Jólasveinar heild

Spurt var: Hver er þinn uppáhalds jólasveinn?
Svarmöguleikar voru: Stekkjastaur, Giljagaur, Stúfur, Þvörusleikir, Pottaskefill, Askasleikir, Hurðaskellir, Skyrgámur, Bjúgnakrækir, Gluggagægir, Gáttaþefur, Ketkrókur, Kertasníkir og ég á engan uppáhalds jólasvein.
Samtals tóku 68,6% afstöðu til spurningarinnar, aðrir kváðust ekki eiga uppáhalds jólasvein.
Hlutfallstölur eru reiknaðar sem hlutfall af þeim sem tóku afstöðu til spurningarinnar.

 

Nokkurn mun var að finna á vinsældum jólasveinanna eftir kyni svarenda. Kertasníkir var efstur á blaði hjá konum líkt og í síðustu mælingum en 39% kvenna sögðu hann sinn uppáhalds jólasvein, samanborið við 19% karla. Þá naut Stúfur mestra vinsælda á meðal karla (22%) en lenti í öðru sæti á meðal kvenna (27%). Hurðaskellir mætti með látum í þriðja sætið hjá báðum kynum en jólasveinninn ærslafulli reyndist þó ögn vinsælli hjá körlum (16%) heldur en konum (10%). Mestan mun á vinsældum eftir kyni svarenda var að finna hjá Bjúgnakræki, sem reyndist uppáhalds jólasveinn 9% karla en einungis 1% kvenna.

1812 Jólasveinar kyn

Upplýsingar um framkvæmd:

Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri, valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 975 einstaklingar
Dagsetning framkvæmdar: 5. til 11. desember 2018

Eldri kannanir sama efnis:
2017 desember: Stúfur sækir stíft að Kertasníki
2016 desember: Kertasníkir vinsælasti jólasveinninn
2015 desember: Vinsældir íslensku jólasveinanna