Tilveran

|

Fyrir marga er það ómissandi þáttur aðventunnar að vitja leiðis vina og ættingja sem fallnir eru frá. En hvernig viljum við sem lifum að gengið sé frá jarðneskum leifum okkar þegar þar að kemur? MMR kannaði málið og í ljós kom að flest kjósum við bálför eftir andlát. Alls sögðust 59% kjósa sér líkbrennslu eftir að hafa farið yfir móðuna miklu en 38% kváðust vilja greftrun. Þá kváðust 3% kjósa annars konar útför.

1811 Útför v3Spurt var: „Hvers konar útför myndir þú kjósa fyrir sjálfa(n) þig?“
Svarmöguleikar voru: „Bálför (líkbrennsla)“, „Jarðarför (greftrun)“, „Annað“, „Veit ekki“ og „Vil ekki svara“.
Samtals tóku 78,5% afstöðu til spurningarinnar.
 

Munur eftir lýðfræðihópum

Svarendur í yngsta aldurshópi (18-29 ára) voru líklegri en svarendur annarra aldurshópa til að segjast helst kjósa sér bálför að lífu sínu loknu (62%). Hlutfall þeirra sem kváðust kjósa líkbrennslu fór minnkandi með auknum aldri en 55% svarenda í elsta aldurshópi (68 ára og eldri) kváðust kjósa bálför umfram annars konar útför. Hlutfall þeirra sem kváðust kjósa jarðarför jókst hins vegar með auknum aldri (34% þeirra 18-29 ára; 44% þeirra 68 ára og eldri).

Þá voru svarendur búsettir á höfuðborgarsvæðinu líklegri til að kjósa líkbrennslu (68%) heldur en greftrun (29%) en þeir af landsbyggðinni voru líklegri til að hallast að jarðarför (55%) við ævilok heldur en bálför (43%). Enginn munur var á afstöðu eftir kyni.

1811 Útför xs 1

Ef litið er til stjórnmálaskoðana má sjá að stuðningsfólk Viðreisnar (80%), Pírata (80%) og Samfylkingar (71%) reyndist líklegast til að segjast kjósa að halda inn í eilífðarmyrkrið með bálför en stuðningsfólk Flokks fólksins (59%) og Sjálfstæðisflokks (53%) reyndust líklegust til að kjósa jarðarför. Þá reyndust Píratar (10%) líklegastir allra svarenda til að segjast kjósa annars konar útför.

1811 Útför xs 2 v2


Upplýsingar um framkvæmd:
Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 928 einstaklingar
Dagsetning framkvæmdar: 15. til 21. nóvember 2018