Stór hluti Íslendinga eða heil 71% landsmanna, segjast vera með Costco aðildarkort. Af þeim sem kváðust vera með Costco aðildarkort hugðust 60% endurnýja kortið þegar þar að kæmi en 35% eru óákveðin og 6% hyggjast ekki endurnýja aðild.
Spurt var: Ert þú með Costco aðildarkort?
Þau sem svöruðu spurningunni játandi fengu spurninguna: Ætlar þú að endurnýja Costco aðildarkortið þitt þegar endingartími þess rennur út?
Svarmöguleikar beggja spurninga voru: já, nei, veit ekki og vil ekki svara. Samtals tóku 99,5% afstöðu til spurninganna.
Munur eftir lýðfræðihópum
Athygli vekur að hlutfall karla og kvenna með Costco aðildarkort er hnífjafnt eða 71%. Eilítið fleiri karlar (61%) en konur (59%) hyggjast þó endurnýja aðildina.
Íslendingar í aldurshópnum 30-49 ára eru hvað líklegastir til að vera með Costco aðildarkort eða 80%, samanborið við 60% þeirra í elsta aldurshópnum (68 ára og eldri) og 58% í yngsta aldurshópnum (18-29 ára). Íslendingar í aldurshópnum 30-49 ára eru jafnframt líklegri en aðrir til að endurnýja aðildina.
Eins og gefur að skilja eru töluvert fleiri íbúar Höfuðborgasvæðisins (77%) með Costco aðildarkort heldur en íbúar landsbyggðarinnar (60%). Hlutfall þeirra sem ætla að endurnýja aðildina er þó nokkuð jafnt eða 60% íbúa Höfuðborgarsvæðisins og 59% íbúa landsbyggðarinnar.
Stuðningsfólk Miðflokksins (81%) reyndist líklegast til að vera með Costco aðildarkort en stuðningsfólk Framsóknarflokks (59%) og Vinstri grænna (60%) reyndist ólíklegra en stuðningsfók annarra flokka til að vera með Costco aðildarkort. Jafnframt er stuðningsfólk Framsóknarflokksins (47%) Vinstri grænna (54%) ólíklegra en stuðningsfólk annarra flokka til að endurnýja aðildina.
Upplýsingar um framkvæmd:
Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 928 einstaklingar
Dagsetning framkvæmdar: 25. til 30. janúar 2018