Jólahefðir

|

Æ færri landsmenn senda jólakort til vina, ættingja og/eða vandamanna með bréfpósti. Þetta sýnir nýleg könnun MMR sem framkvæmd var dagana 12-15. desember. Í ár munu 41.7% landsmanna senda jólakort með bréfpósti samanborið við 45,1,3% í fyrra og 56,3% árið áður. Á sama tíma fjölgar þeim sem eingöngu senda rafrænt jólakort en 13,1% segjast munu senda rafrænt jólakort í ár, samanborið við 11,5% í fyrra og 10,7% árið áður.

Þeim fjölgar jafnframt sem ekki senda jólakort en 45,2% kváðust ekki ætla að senda jólakort í ár. Þetta er aukning um tæp 2 prósentustig milli ára og aukning um rúm 12 prósentustig frá árinu 2015.

1712 Jólakort

Spurt var: Ætlar þú að senda jólakort til vina, ættingja og/eða vandamanna í ár? 
Svarmöguleikar voru: Já, með bréfpósti; Já, rafrænt (s.s. með tölvupósti eða í
gegnum samfélagsmiðla); Nei, ég sendi ekki jólakort; og Veit ekki/vil ekki svara.
Samtals tóku 95,8% afstöðu til spurningarinnar. Þeir sem tóku ekki afstöðu svöruðu
Veit ekki/vil ekki svara. Hlutfallstölur eru reiknaðar sem hlutfall af þeim sem tóku
afstöðu til spurningarinnar.

Munur eftir kyni, aldri og atvinnu

Íslendingar á aldrinum 18-29 ára voru talsvert ólíklegri til að senda jólakort heldur en fólk 30 ára og eldra. Þannig sögðust 72% þeirra sem voru á aldrinum 18-29 ára ekki ætla að senda nein jólakort í ár. Hlutfall þeirra sem ætla að senda jólakort með bréfpósti fer stighækkandi með hærri aldri. Áhugavert er að að sjá að meðal 68 ára og eldri voru 71% sem sögðust ætla að senda jólakort með bréfapósti og 36% með rafrænum hætti - sem hvort tveggja eru hærri hlutföll en hjá öðrum aldurshópum.

Þegar svardreifing er skoðuð með tilliti til atvinnu sést að 65% bænda og sjómanna ætluðu að senda jólakort með bréfpósti og slíkt hið sama hyggjast 58% þeirra sem eru heimavinnandi gera. Námsmenn voru aftur á móti ólíklegastir til að senda jólakort en 80% þeirra sögðust ekki ætla að senda jólakort í ár. Vélafólk og ófaglærðir (22%) voru líklegastir til að reiða sig eingöngu á rafrænum jólakort en bændur og sjómenn líklegasta starfstéttin til að senda jólakort bæði í bréfpósti og með rafrænum hætti eða 17%.

 

1712 Jólakort x

 

Upplýsingar um framkvæmd:

Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri, valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 923 einstaklingar
Dagsetning framkvæmdar: 12. til 15. desember 2017

Eldri kannanir sama efnis:
2016 desember: MMR könnun: Ætla landsmenn að senda jólakort

2015 desember: MMR könnun: Ætla landsmenn að senda jólakort