Dægurmál

|

Þeim Íslendingum fækkar sem aldrei hafa notað tónlist, sjónvarpsefni eða kvikmyndir sem hefur verið hlaðið niður af deilisíðum. Þannig voru 44% Íslendinga sem aldrei hafa notað efni sem hefur verið hlaðið niður með slíkum hætti, samanborið við 50% árið 2015 í könnun MMR. Auk þess kom í ljós að fólk á aldrinum 18 - 29 ára reyndist líklegasti aldurshópurinn til að nota efni sem hlaðið hefur verið niður af deilisíðum.

1710 deili1Spurt var: „Hve oft, ef einhvern tímann, notar þú tónlist, sjónvarpsefni eða kvikmyndir sem hlaðið hefur verið niður af erlendum eða innlendum deilisíðum?“. Valmöguleikarnir voru:3 sinnum í viku eða oftar, 1-2 sinnum í viku, 1-3 sinnum í mánuði, nokkrum sinnum á ári, einu sinni á ári eða sjaldnar, aldrei notað slíkt efni, hef notað slíkt efni en ekki lengur, auk veit ekki/vil ekki svara.
Samtals tóku 94,2% svarenda afstöðu til spurningarinnar.

Notkun að breytast

Fólk á aldrinum 18 - 29 ára voru töluvert líklegri en fólk í öðrum aldurshópum til að nota tónlist, sjónvarpsefni eða kvikmyndir sem hlaðið hafði verið niður af erlendum eða innlendum deilisíðum. Sá hópur var jafnframt líklegri en aðrir aldurshópar til að gera slíkt 3 sinnum í viku eða oftar. Auk þess mátti sjá að því yngri sem svarendur voru, því líklegri voru þeir til að segjast hafa notað efni sem hlaðið var niður af erlendum eða innlendum deilisíðum. Þannig voru 84% svarenda á aldrinum 18 - 29 ára sem höfðu notað efni sem hlaðið var niður af deilisíðum, samanborið við 18% svarenda á aldrinum 68 ára og eldri. Aukning á notkun efnis sem hlaðið var niður af deilisíðum hefur helst orðið í aldurshópnum 50 - 67 ára en 41% svarenda í þeim aldurshóp sögðust hafa notað efni sem hlaðið hafði verið niður með slíkum hætti, borið saman við 27% svarenda árið 2015. 

Auk þess var áhugavert að sjá að fólk með hærri menntun var líklegra til að segjast hafa notað efni sem hlaðið var niður af deilisíðum, borið saman við fólk með lægri menntun. Sem dæmi var 47% fólks með grunnskólamenntun sem höfðu notað efni sem halðið var niður af deilisíðum, á meðan 62% fólks með háskólamennun höfðu gert slíkt hið sama. Hins vegar var fólk með grunnskólamenntun líklegra en fólk með hærri menntun til að nota efni 3 sinnum í viku eða oftar sem hlaðið hafði verið af deilisíðum, eða 24%.

Ef munur var skoðaður eftir stuðning við stjórnmálaflokka kom í ljós að flest stuðningsfólk Pírata höfðu notað efni sem hlaðið hafði verið niður af deilisíðum, eða 79%, og var auk þess líklegra en stuðningsfólk annarra stjórnmálaflokka til að gera slíkt. Aftur á móti var stuðningsfólk Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar líklegra en stuðningsfólk annarra stjórnmálaflokka til að hafa aldrei notað efni sem hlaðið var niður af deilisíðum, eða 57% hvor.


1710 deili 02

 

Uppfært 5.12.2017: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar voru streymiveiturnar Netflix og Hulu fyrir mistök nefndar sem dæmi um deilisíður.

Upplýsingar um framkvæmd:

Úrtak: Einstaklingar, 18 ára og eldri valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 966 einstaklingar
Dagsetning framkvæmdar: 6.-11. október 2017