Nýleg könnun MMR skoðaði ánægju landsmanna með störf forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar. Ánægja landsmanna með störf Guðna mælist nú 81,1% og hefur minnkað aðeins frá því hún náði hámarki og mældist 85% í apríl og 83,9% í maí.
Óánægja landsmanna með störf Guðna Th. sem forseta Íslands hefur aftur á móti aukist frá síðustu mælingu. Þar kom í ljós að 5,1% sögðust óánægðir með störf forsetans samanborið við 2,8% í síðustu mælingu.
Spurt var: ,,Hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með störf Guðna Th. Jóhannessonar sem forseta Íslands?''
Svarmöguleikar voru: Mjög ánægð(ur), ánægð(ur), hvorki ánægð(ur) né óánægður, óánægð(ur), mjög óánægð(ur) og veit ekki/vil ekki svara.
Samtals tóku 98,8% afstöðu til spurningarinnar.
Fleiri konur en karlar sögðust vera ánægðar með störf forsetans eða 86%, samanborið við 77% karla.
Þá mátti sjá að ánægja með störf Th. Jóhannessonar reyndist mismunandi þegar horft var til stuðnings til stjórnmálaflokka. Mest var ánægjan með störf forsetans hjá stuðningsfólki Samfylkingarinnar, eða 96%. Stuðningsfólk Framsóknar- (64%) og Sjálfstæðisflokksins (68%) reyndust almennt ekki vera jafn ánægt með störf forsetans og stuðningsfólk annarra flokka. Til samanburðar frá síðustu mælingum í apríl 2017 reyndust stuðningsfólk Pírata og Vinstri grænna sá flokkur sem ánægðastir voru með störf forsetans, jafnir með 95%.
Upplýsingar um framkvæmd:
Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 974 einstaklingar
Dagsetning framkvæmdar: 6. til 14. júní 2017