Forseti Íslands

|

Íslendingar eru gífurlega ánægðir með störf Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands. Þetta sýnir nýleg könnun MMR sem fram fór dagana 11.-26. apríl 2017. Niðurstöður kannanarinnar sýndu að 85% landsmanna eru ánægðir með störf Guðna. Þetta er enn eitt ánægjumetið sem fellur í tíð Guðna.

 

1704 forseti

Spurt var: ,,Hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með störf Guðna Th. Jóhannessonar sem forseta Íslands?''
Svarmöguleikar voru: Mjög ánægð(ur), ánægð(ur), hvorki ánægð(ur) né óánægður, óánægð(ur), mjög óánægð(ur) og veit ekki/vil ekki svara.
Samtals tóku 98,4% afstöðu til spurningarinnar.

Munur var á svörum eftir kyni og lýsti hærra hlutfall kvenna sig ánægðar með störf forsetans eða 91%, samanborið við 80% karla.

Stuðningsfólk Pírata og Vinstri grænna kunnu sérlega vel að meta störf Guðna en 95% þeirra kváðust vera ánægð með störf hans. Einnig var mikil ánægja með störf forsetans hjá stuðningsfólki Samfylkingarinnar (92%). Af stuðningsfólki Framsóknarflokks kváðust 67% vera ánægð með störf Guðna en 11% kváðust vera óánægð.

 

1704 forseti x

Upplýsingar um framkvæmd:

Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 926 einstaklingar
Dagsetning framkvæmdar: 11. til 26. apríl 2017