Stór hluti Íslendinga kveðst hlynntur því að fyrirtækjum með 25 eða fleiri starfsmönnum verði skylt samkvæmt lögum að fá jafnlaunavottun. Þetta sýnir nýleg könnun MMR sem fór fram dagana 11.-26. apríl 2017. Rúm 60% landsmanna kváðust frekar eða mjög fylgjandi lögum um jafnlaunavottun en 20,8% kváðust frekar eða mjög andvíg. Þá kváðust 19,2% hvorki vera fylgjandi né andvíg.  

 

 1704 jafnlaunavottunSpurt var: „Hvort ert þú fylgjandi eða andvíg(ur) því að fyrirtækjum með 25 eða fleiri starfsmenn verði skylt samkvæmt lögum að fá jafnlaunavottun?“ Svarmöguleikar voru: Mjög andvíg(ur), frekar andvíg(ur), hvorki fylgjandi né andvíg(ur), frekar fylgjandi, mjög fylgjandi, 
veit ekki og 
 vil ekki svara.

Samtals tóku 85,1% svarenda afstöðu til spurningarinnar.

Munur á afstöðu eftir lýðfræðihópum 

Karlar reyndust mun líklegri en konur til að vera andvígir. Af karlkyns svarendum kváðust 19% vera mjög andvígir en einungis 5% kvenna. Af konum kváðust 75% vera fylgjandi, þar af 47% mjög fylgjandi. Af körlum kváðust 46% vera fylgjandi, þar af kváðust 26% mjög fylgjandi.

Íbúar höfuðborgarsvæðisins reyndust líklegri en íbúar landsbyggðarinnar til að vera fylgjandi. Kváðust 40% íbúa höfuðborgarsvæðisins vera mjög fylgjandi samanborið við 29% íbúa á landsbyggðinni. 

Stjórnendur og æðistu embættismenn reyndust töluvert líklegri en aðrir starfshópar til að vera andvígir eða 42%. Kváðust 25% vera mjög andvíg og 17% frekar andvíg. Námsmenn (69%) og sérfræðingar (68%) reyndust líklegastir til að vera fylgjandi.

Stuðningsfólk Sjálfstæðis- (41%) og Framsóknarflokks (45%) reyndust líklegri en stuðningsmenn annarra flokka til að vera andvíg. Stuðningsfólk Vinstri grænna (78%) reyndust jafnframt líklegri en stuðningsfólk annarra flokka til að vera fylgjandi. 

 1704 jafnlaunavottun x2

Upplýsingar um framkvæmd:

Úrtak: Einstaklingar, 18 ára og eldri valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 926 einstaklingar
Dagsetning framkvæmdar: 11.-26. apríl 2017