Traust

|

Traust til umsagna neytenda á netinu hefur aukist töluvert síðan 2010. Nýleg könnun MMR á trausti almennings til ýmissa miðla við leit af upplýsingum um vörur og þjónustu sýndi að 44% sögðust bera frekar mikið eða mjög mikið traust til umsagna neytenda á netinu, sem er 9 pórsentustiga aukning frá árinu 2010. Fjöldi þeirra sem bera mikið traust til SMS auglýsinga í farsíma hefur einnig aukist mikið, eða úr 4% árið 2010 í 9% árið 2016.

Meðmæli frá kunningjum er sem fyrr sú boðleið sem neytendur treysta mest í upplýsingaleit um vörur og þjónustu, en 82% svarenda sögðust bera mikið traust til meðmæla frá fólki sem þeir þekkja. Þar á eftir komu heimasíður fyrirtækja, sem 46% svarenda sögðust bera mikið traust til og þá sögðust 44% bera mikið traust til umsagna neytenda á internetinu.

Milli 25% og 30% sögðust bera mikið traust til tölvupósta sem viðkomandi höfðu skráð sig til að fá og auglýsinga í dagblöðum, útvarpi og sjónvarpi. 21% sögðust bera mikið traust til ritstjórnarefnis. 

Jafn margir (18%) sögðust bera mikið traust til auglýsinga í tímaritum og umfjallana bloggara. Einungis 14% svarenda sögðust bera mikið traust til færsla fyrirtækja á samfélagsmiðlum og auglýsinga á útiskiltum. Enn færri sögðust bera mikið traust til auglýsinga sem fylgja niðurstöðum leitarvéla (11%), auglýsingamyndbanda á internetinu (10%), sms auglýsinga í farsíma (9%), kostana (9%) og auglýsingaborða á netinu (8%).

 1612 TrustAd 01Spurt var: „Hversu mikið eða lítið traust berð þú til eftirfarandi þegar þú leitar þér upplýsinga um vörur og þjónustu?“
Svarmöguleikar voru: Mjög lítið traust, frekar lítið traust, hvorki mikið né lítið traust, frekar mikið traust, mjög mikið traust og veit ekki/vil ekki svara.
Myndin sýnir hlutfall þeirra sem sögðu frekar mikið eða mjög mikið traust við hverri spurningu.

 1612 TrustAd 02

 

 

 

Upplýsingar um framkvæmd:

Úrtak: Einstaklingar, 18 ára og eldri valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 942 einstaklingar
Dagsetning framkvæmdar: 9.-14. desember 2016

Eldri kannanir sama efnis:
2010 maí: MMR könnun: Traust til markaðsboðleiða
Notkun heimil svo lengi sem heimilda (vörumerkis MMR) er getið.
Allur réttur áskilinn: 2006 © Markaðs- og miðlarannsóknir ehf.