Á sama tíma og fjöldi þeirra sem býr í leiguhúsnæði hefur aukist telja fleiri leigjendur líkur á að þeir muni missa húsnæði sitt. Samkvæmt niðurstöðum könnunar MMR frá í september síðastliðnum hafði hlutfall Íslendinga sem bjó í leiguhúsnæði aukist um fjögur prósentustig á þremur árum. Á sama tímabili hafði hlutfall leigjenda sem töldu líkur á að þeir myndu missa húsnæði sitt aukist um átta prósentustig.
Samhliða um fjögurra prósentustiga aukningu þeirra sem búa í leiguhúsnæði hefur þeim sem búa í eigin húsnæði fækkað um þrjú prósentustig. Hlutfall þeirra sem bjuggu í eigin húsnæði mældist 72,0% í september 2013 en mældist 68,8% í september 2016. Á hinn bóginn mældist hlutfall þeirra sem bjuggu í leiguhúsnæði 17,7% í september 2013 en mældist 21,8% í september 2016.
Spurt var: Í hvernig húsnæði býrð þú? Svarmöguleikar voru: Eigin húsnæði, Leiguhúsnæði, Foreldrahúsum, Annað og Veit ekki/vil ekki svara.
Samtals tóku 99,2% afstöðu til spurningarinnar árið 2016, 99,6% árið 2015 og 99,5% árið 2013.
Af þeim sem sögðust búa í leiguhúsnæði töldu 78% að húsnæðið sem þau bjuggu í vera öruggt, sem nemur um átta prósentustiga lækkun frá september 2013 þegar hlutfall þeirra sem töldu húsnæði sitt vera öruggt mældist um 86%. Þannig töldu 22% leigjenda að líklegt væri að þeir myndu missa húsnæði sitt, þar af 13% sem töldu það mjög líklegt, á móti 9% sem töldu frekar líklegt að þeir misstu húsnæðið.
Spurt var: Myndir þú segja að húsnæðið sem þú býrð í væri öruggt leiguhúsnæði eða telur þú líklegt að þú gætir misst það? Svarmöguleikar voru: Tel húsnæðið mjög öruggt, Tel húsnæðið frekar öruggt, Tel frekar líklegt að ég gæti misst húsnæðið, Tel mjög líklegt að ég missi húsnæðið og Veit ekki/vil ekki svara. Fjöldi svarenda sem sögðust búa í leiguhúsnæði var 211 árið 2016 eða tæp 22% af heildarfjölda svarenda. Fjöldi svarenda sem sögðust búa í leiguhúsnæði var 197 árið 2015 eða rúm 20% af heildarfjölda svarenda. Fjöldi svarenda var 162 sem sögðust búa í leiguhúsnæði árið 2013 eða tæp 18% af heildarfjölda svarenda.
Munur á stöðu fólks á húsnæðismarkaðnum eftir aldri og stjórnmálaskoðunum
Yngri aldurshópar voru líklegri til að búa í leiguhúsnæði. Sem dæmi má nefna að 43% þeirra sem voru á aldrinum 18-29 ára bjuggu í leiguhúsnæði, en einungis 10% þeirra sem voru 50-67 ára. Hátt hlutfall fólks á aldrinum 18-29 ára, eða um 29%, kvaðst búa í foreldrahúsum.
Tekjulægri voru einnig mun líklegri til að búa í leiguhúsnæði en þeir sem höfðu hærri tekjur. Sem dæmi bjó yfir helmingur íbúa á heimilum þar sem heimilistekjur voru undir 250 þúsund krónur í leiguhúsnæði, en einungis 6% þeirra sem bjuggu á heimilum með heimilistekjur yfir milljón krónur á mánuði bjuggu í leiguhúsnæði.
Eldri kannanir sama efnis:
MMR könnun 2015: Húsnæðismál og örugg leiga
Upplýsingar um framkvæmd:
Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri, valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 985 einstaklingar, 18 ára og eldri
Dagsetning framkvæmdar: 20. til 26. september 2016
Þróun milli mælinga:
Ekki var spurt um traust til Landsdóms í fyrri mælingum.