Stjórnmál

|

althingi 
MMR kannaði afstöðu fólks til þess hvaða stjórnmálaflokka það teldi best til þess fallna að leiða fimmtán málaflokka sem stjórnvöld þurfa eða gætu þurft að fást við á næstu mánuðum. 


Flestir treysta Sjálfstæðisflokknum til að leiða málaflokka

Af þeim sem tóku afstöðu töldu flestir Sjálfstæðisflokkinn best til þess fallinn að leiða 14 af 15 málaflokkum sem spurt var um og hefur traust til flokksins aukist í öllum málaflokkum. Meðal annars sögðu 52,6% þeirra sem tóku afstöðu Sjálfstæðisflokkinn best til þess fallinn að leiða málefni sem snúa að endurreisn atvinnulífsins nú, borið saman við 34,0% í apríl 2009, 50,2% sögðu flokkinn best til þess fallinn að leiða málefni sem snúa að skattamálum, borið saman við 34,2% í apríl 2009, 49,7% töldu flokkinn best til þess fallinn að leiða efnahagsmál almennt, borið saman við 34,3% í apríl 2009 og 49,4% töldu flokkinn best til þess fallinn að leiða mál sem snúa að atvinnuleysi, borið saman við 29,0% í apríl 2009.

    Flestir töldu Vinstri græn best til þess fallin að leiða málefni sem snúa að umhverfismálum. Alls sögðu 29,2% þeirra sem tóku afstöðu Vinstri græn best til þess fallin að leiða málaflokkinn sem þó er nokkur lækkun frá apríl 2009 þegar 44,3% voru þeirrar skoðunar.

 

Traust til stjórnarflokka dregst saman í öllum málaflokkum

Traust til Stjórnarflokka dróst saman í öllum málaflokkum. Meðal annars fækkaði þeim nokkuð sem töldu Vinstri græn best til þess fallin að leiða málaflokka sem snúa að heilbrigðismálum. Í apríl 2009 sögðust 32,4% þeirra sem tóku afstöðu telja Vinstri græn best til þess fallin að leiða málefni sem snúa að heilbrigðismálum, borið saman við 10,7% nú. Þeim fækkaði einnig sem töldu Vinstri græn best til þess fallin að leiða málefni sem snúa að rannsókn á tildrögum bankahrunsins. Í apríl 2009 sögðust 45,4% telja vinstri græn best til þess fallin að leiða málefni sem snúa að rannsók á tildrögum bankahrunsins, borið saman við 24,0% nú.
     Þeim fækkaði nokkuð sem töldu Samfylkinguna besta til þess fallna leiða málefni sem snúa að endurreisn atvinnulífsins og atvinnuleysi. Í apríl 2009 sögðu 32,7% þeirra sem tóku afstöðu Samfylkinguna best til þess fallna að leiða málaflokka sem snúa að endurreisn atvinnulífsins borið saman við 17,3% nú og 35,3% töldu flokkinn best til þess fallinn að leiða mál sem snúa að endurreisn atvinnulífsins, borið saman við 19,1% nú.

1212 stefnumal 01 01Spurt var: Eftirfarandi eru nokkrir málaflokkar sem stjórnvöld þurfa eða gætu þurft að fást við á næstu mánuðum. Hvaða stjórnmálaflokkur, af eftirfarandi, telur þú að væri best til þess fallinn að leiða hvern málaflokk?
Svarmöguleikar voru: Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Samfylkingin, Vinstri græn, Björt framtíð, Dögun, Hægri grænir og Samstaða. Samtals tóku 60,5% afstöðu til spurningarinnar.
*Á myndinni er til samanburðar sýnd mæling á fylgi flokkanna úr sömu könnun.

 

Nýjir málaflokkar mældir í desember 2012

Í desember 2012 var fyrst mæld afstaða fólks til þess hvaða stjórnmálaflokka það teldi best til þess fallna að leiða málaflokka sem snúa að skuldamálum heimilanna, málefnum íbúðarlánasjóðs og endurskoðun á stjórnarskránni. Eins og fyrrgreindar upplýsingar gefa til kynna naut Sjálfstæðisflokkurinn mest trausts í öllum þremur málaflokkunum. Af þeim sem tóku afstöðu töldu 36,2% Sjálfstæðisflokkinn bestan til þess fallinn að leiða skuldamál heimilanna, 18,2% töldu Framsóknarflokkinn best til þess fallinn og 15,7% töldu Samfylkinguna best til þess fallna að leiða málaflokkinn.
     Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 42,1% telja Sjálfstæðisflokkinn best til þess fallinn að leiða málefni Íbúðarlánasjóðs, 18,5% sögðust telja Samfylkinguna best til þess fallna og 13,9% sögðust telja Framsóknarflokkinn best til þess fallinn að leiða málaflokkinn.
     39,3% þeirra sem tóku afstöðu töldu Sjálfstæðisflokkinn best til þess fallinn að leiða endurskoðun á stjórnarskránni, 22,1% töldu Samfylkinguna best til þess fallna og 12,6% töldu Vinstri græn best til þess fallna að leiða málaflokkinn.

 

1212 stefnumal 02 02Spurt var: Eftirfarandi eru nokkrir málaflokkar sem stjórnvöld þurfa eða gætu þurft að fást við á næstu mánuðum. Hvaða stjórnmálaflokkur, af eftirfarandi, telur þú að væri best til þess fallinn að leiða hvern málaflokk? Svarmöguleikar voru: Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Samfylkingin, Vinstri græn, Björt framtíð, Dögun, Hægri grænir og Samstaða.
Samtals tóku afstöðu: skuldamál heimilanna 52,3%, málefni Íbúðarlánasjóðs 48,9% og endurskoðun á stjórnarskránni 48,1%

 

Aukin óvissa um hæfi stjórnmálaflokka til að leiða málaflokka

Þeim sem að eru óvissir og/eða vilja ekki svara fjölgar nokkuð á milli ára. Í öllum málaflokkum fækkaði þeim nokkuð sem tóku afstöðu og að auki fækkaði þeim sem tóku afstöðu til að minnsta kosti eins málaflokks. Í apríl 2009 voru 78,0% sem sögðust treysta einhverjum stjórnmálaflokki til að leiða að minnsta kosti einn málaflokk, borið saman við 60,5% nú.
     Flestir gátu tilgreint hvaða stjórnmálaflokkur væri best til þess fallinn að leiða málefni sem snúa að umhverfismálum, eða 55,2%, sem er þó lækkun frá í apríl 2009 þegar 71,3% tóku þannig afstöðu til spurningarinnar.
     Fæstir gátu tilgreint stjórnmálaflokk sem væri best til þess fallinn að leiða málefni sem snúa að rannsókn á tildrögum bankahrunsins. En alls voru 45,0% aðspurðra sem þannig tóku afstöðu til spurningarinnar nú borið saman við 65,2% í apríl 2009.

1212 stefnumal 03Spurt var: „Hvaða stjórnmálaflokkur væri best til þess fallinn að leiða hvern málaflokk?“
Svarmöguleikar voru: Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Samfylkingin, Vinstri græn, Björt framtíð, Dögun, Hægri grænir og Samstaða.

Upplýsingar um framkvæmd:

Úrtak: Einstaklingar á aldrinum 18-67 ára valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 877 einstaklingar á aldrinum 18-67 ára
Dagsetning framkvæmdar: 7.-11. desember 2012

Eldri kannanir sama efnis:
2011 desember: MMR könnun: Afstaða fólks til þess hvaða stjórnmálaflokka það teldi best til þess fallna að leiða málaflokka
2010 desember: MMR könnun: Afstaða fólks til þess hvaða stjórnmálaflokka það teldi best til þess fallna að leiða málaflokka
2009 apríl:  MMR könnun: Afstaða fólks til þess hvaða stjórnmálaflokka það teldi best til þess fallna að leiða málaflokka

Niðurstöðurnar á PDF:
pdfStefnumal_2012_12_skyrsla_final_v2.pdf

Notkun heimil svo lengi sem heimilda (vörumerkis MMR) er getið.
Allur réttur áskilinn: 2006 © Markaðs- og miðlarannsóknir ehf.