MMR kannaði hvað fólk ætlaði að borða í aðalrétt á jóladag. Líkt og fyrri ár var hangikjöt langvinsælasti aðalrétturinn á borðum landsmanna á jóladag og breytingar milli ára óverulegar. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 70,3% ætla að borða hangikjöt á jóladag, 8,5% sögðust ætla að borða hamborgarhrygg, 3,6% sögðust ætla að borða kalkún og 17,6% sögðust ætla að borða eitthvað annað en fyrrgreinda kosti.
Spurt var: „Hvað er líklegast að þú munir borða sem aðalrétt á jóladag?“ Svarmöguleikar voru: Fiskur/sjávarfang, gæs, grænmetisfæði, hangikjöt, hamborgarhryggur, hreindýrakjöt, kalkúnn, kjúklingur, lambakjöt (annað en hangikjöt), nautakjöt, rjúpur, svínakjöt (annað en hamborgarhryggur), önd, annað kjöt, annað og veit ekki/vil ekki svara. Samtals tóku 96,7% afstöðu til spurningarinnar.
Upplýsingar um framkvæmd:
Úrtak: Einstaklingar á aldrinum 18-67 ára valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 877 einstaklingar á aldrinum 18-67 ára
Dagsetning framkvæmdar: 7.-11. desember 2012
Eldri kannanir sama efnis:
2011 desember: MMR könnun: hvað verður á borðum fólks á jóladag
2010 desember: MMR könnun: hvað verður á borðum fólks á jóladag
Niðurstöðurnar á PDF:1212_tilkynning_joladagur.pdf
Notkun heimil svo lengi sem heimilda (vörumerkis MMR) er getið.
Allur réttur áskilinn: 2006 © Markaðs- og miðlarannsóknir ehf.