MMR kannaði traust almennings til helstu sjónvarps-, prent- og netfréttamiðla. Af þeim fréttamiðlum sem kannaðir voru báru svarendur mest traust til fréttastofu RÚV. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 75,3% bera mikið traust til Fréttastofu RÚV og 8,2% sögðust bera lítið traust til hennar.
Í flokki netfréttamiðla var Mbl.is sá fréttamiðill sem naut mest trausts meðal almennings og var einnig sá fréttamiðill sem naut mest trausts að undaskildri fréttastofu RÚV. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 51,0% bera mikið traust til Mbl.is sem þó eru færri en í desember 2008 þegar 64,0% sögðust bera mikið traust til Mbl.is.
Netfréttamiðillinn Visir.is naut einnig nokkurs traust meðal svarenda og hefur traust til Visir.is aukist frá maí 2009 þegar 24,4% þeirra sem tóku afstöðu sögðust bera mikið traust til Visir.is, borið saman við 34,8% nú.
Þeir prentmiðlar sem nutu mest trausts meðal almennings voru Morgunblaðið og Fréttablaðið. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 44,8% bera mikið traust til Morgunblaðsins en 40,6% sögðust bera mikið traust til Fréttablaðsins. Hlutfallslega fleiri sögðust bera lítið traust til Morgunblaðsins en til Fréttablaðsins. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 27,5% bera lítið traust til Morgunblaðsins en 18,4% sögðust bera lítið traust til Fréttablaðsins. Traust til Morgunblaðsins hefur minnkað nokkuð frá fyrstu mælingu í desember 2008 þegar 62,6% sögðust bera mikið traust til Morgunblaðsins.
Traust til Viðskiptablaðsins hefur aukist nokkuð frá því í maí 2009 þegar 21,8% þeirra sem tóku afstöðu sögðust bera mikið traust til Viðskiptablaðsin, borið saman við 32,7% nú.
Traust til fréttamiðilsins Pressan.is hefur minnkað frá því síðustu mælingu þegar að 13,8% svarenda sögðust bera mikið traust til Pressan.is, borið saman við 6,3% nú.
Spurt var: „Hversu mikið eða lítið traust berð þú til eftirfarandi aðila?“
Svarmöguleikar voru: Mjög lítið traust, frekar lítið traust, hvorki mikið né lítið traust, frekar mikið traust, mjög mikið traust og veit ekki/vil ekki svara.
Niðurstöður sýna fjölda þeirra sem svöruðu annað hvort mjög/frekar mikið eða lítið traust.
Samtals tóku 98,7% afstöðu til spurningarinnar.
**Ekki var spurt um afstöðu til „fjölmiðlanna“ í heild í öll skipti.
**Ekki var spurt um afstöðu til „fjölmiðlanna“ í heild í öll skipti.
Upplýsingar um framkvæmd:
Úrtak: Einstaklingar á aldrinum 18-67 ára valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 879 einstaklingar á aldrinum 18-67 ára
Dagsetning framkvæmdar: 9.-13. nóvember 2012
Eldri kannanir sama efnis:
2011 apríl: MMR könnun: Traust til fréttamiðla
2010 apríl: MMR könnun: Traust til fréttamiðla
2009 maí: MMR könnun: Traust til fréttamiðla
Niðurstöðurnar á PDF:1211_tilkynning_traustfjmidlar.pdf
Notkun heimil svo lengi sem heimilda (vörumerkis MMR) er getið.
Allur réttur áskilinn: 2006 © Markaðs- og miðlarannsóknir ehf.