Í könnun MMR var spurt um afstöðu almennings til þess hvenær næst ætti að ganga til alþingiskosninga. Af þeim sem tóku afstöðu til spurningarinnar sögðu 59,3% að kjósa ætti í lok núverandi kjörtímabils. Hlutfall þeirra sem töldu þingið eiga að sitja út kjörtímabilið hefur hækkað frá því í október 2010 þegar 30,7% voru á þeirri skoðun. Í janúar 2009 (nokkrum dögum áður en tilkynnt var um síðustu alþingiskosningar) voru eingöngu 14,4% á þeirri skoðun að þingið ætti að sitja út kjörtímabilið.
Áberandi munur eftir stuðningi við stjórnmálaflokka
Áberandi munur reyndist á afstöðu svarenda til tímasetningar næstu alþingiskosninga eftir því hvaða stjórnmálaflokka þeir myndu kjósa ef gengið væri til kosninga nú. Þannig sögðust flestir stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins (59,0%) vilja kjósa innan þriggja mánaða. Á móti vildu flestir stuðningsmanna Vinstri-grænna (97,1%) og Samfylkingarinnar (96,3%) kjósa í lok kjörtímabilsins.
Upplýsingar um framkvæmd:
Úrtak: Einstaklingar á aldrinum 18-67 ára valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 896 einstaklingar á aldrinum 18-67 ára
Dagsetning framkvæmdar: 3.-6. september 2012
Eldri kannanir sama efnis:
2012 mars Könnun MMR um afstöðu fólks til þess hvenær ætti næst að ganga til alþingiskosninga
2010 október Könnun MMR um afstöðu fólks til þess hvenær ætti næst að ganga til alþingiskosninga
Niðurstöðurnar á PDF:1208_tilkynning_kjosanaest.pdf
Notkun heimil svo lengi sem heimilda (vörumerkis MMR) er getið.
Allur réttur áskilinn: 2006 © Markaðs- og miðlarannsóknir ehf.