Traust til Evrópusambandisins minnkar frá því í október 2011 og hefur ekki mælst lægra frá því að mælingar hófust í desember 2008. Af þeim sem tóku afstöðu til spurningarinnar sögðust 13,1% bera mikið traust til Evrópusambandsins nú borið saman við 18,6% í október 2011. Traust til Evrópusambandsins hefur minnkað frá því í desember 2008 þegar 25,8% sögðust bera mikið traust til þess.
Af þeim sem tóku afstöðu til spurningarinnar sögðust 48,5% bera mikið traust til ríkissútvarpsins nú borið saman við 59,7% í október 2011. Traust til ríkisútvarpsins hefur minnkað frá því í september 2009 þegar það mældist 64,2%. Af þeim sem tóku afstöðu til spurningarinnar sögðust 11,0% bera mikið traust til fjölmiðla nú borið saman við 15,3% í október 2011. Traust til fjölmiðla hefur minnkað frá desember 2008 þegar það mældist 22,9%.
Traust til lífeyrissjóða hefur minnkað verulega. Af þeim sem tóku afstöðu til spurningarinnar sögðust 7,4% bera mikið traust til lífeyrissjóða nú borið saman við 15,1% í október 2011. Traust til lífeyrissjóða hefur minnkað frá því í desember 2008 þegar það mældist 30,5%
Af þeim sem tóku afstöðu til spurningarinnar sögðust 14,6% bera mikið traust til Seðlabankans nú borið saman við 16,1% í október 2011. Traust til Alþjóðagjaldreyrissjóðsins mældist 10,2% nú borið saman við 11,9% í október 2011. Af þeim sem tóku afstöðu til spurningunnar sögðust 7,9% bera mikið traust til Alþingis nú borið saman við 10,6% í október 2011. Traust til Alþingis hefur minnkað frá því í maí 2009 þegar það mældist 20,0%.
Traust til stéttarfélaga, VR og lífeyrissjóða hefur minnkað frá síðustu mælingum í október 2011. Af þeim sem tóku afstöðu til spurningarinnar sögðust 24,1% bera mikið traust til stéttarfélaganna nú borið saman við 27,6% í október 2011. Traust til stéttarfélaga hefur minnkað frá því í desember 2008 þegar það mældist 36,6%. Af þeim sem tóku afstöðu til spurningarinnar sögðust 13,9% bera mikið traust til VR nú borið saman við 17,7% í október 2011. Traust til VR hefur minnkað frá því í desember 2008 þegar það mældist 18,3%.
Traust til lögreglunnar minnkar lítillega og mældist 79,3% nú borið saman við 81,3% í október 2011. Traust til ríksútvarpsins minnkar verulega og hefur ekki verið minna frá því að mælingar hófust í septbember 2009.
Traust til Fjármálaeftirlitsins og bankakerfisins hefur aukist frá síðustu mælingu í október 2011 og hefur ekki verið jafn mikið frá því að mælingar hófust í desember 2008 . Af þeim sem tóku afstöðu til spurningarinnar sögðust 9,2% bera mikið traust til Fjármálaeftirlitsins nú borið saman við 7,8% í október 2011. Traust til Fjármálaeftirlitsins hefur aukist jafnt og þétt frá desember 2008 þegar það mældist 5,0%. Af þeim sem tóku afstöðu til spurningarinnar sögðust 6,1% bera mikið traust til bankakerfisins nú borið saman við 5,9% í október 2011.
Þeim sem báru mikið traust til Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík fjölgaði lítillega en 69,8% þeirra sem tóku afstöðu til spurningarinnar sögðust bera mikið traust til Háskóla Íslands nú borið saman við 68,6% í október 2011 og 54,5% sögðust bera mikið traust til Háskólans í Reykjavík borið saman við 52,9% í október 2011. Háskólarnir eiga þó nokkuð í land með að ná sambærlegu trausti og var í maí 2009 þegar 77,4% sögðust bera mikið traust til Háskóla Íslands og 64,9% til Háskólans í Reykjavík. Þeim fjölgaði einnig sem segjast bera mikið traust til Landsvirkjunar en 35,9% sögðust bera mikið traust til Landsvirkjunar sem er aukning frá október 2010 þegar 24,7% sögðust bera mikið traust til Landsvirkjunar.
Traust til bæði ríkisstjórnar og stjórnarandstöðunnar jókst lítillega frá síðustu mælingu í október 2011. Af þeim sem tóku afstöðu til spurningarinnar sögðust 15,8% bera mikið traust til ríkisstjórnarinnar borið saman við 14,1% í október 2011 og 14,9% sögðust bera mikið traust til stjórnarandstöðu nú borið saman við 13,6% í október 2011.
Sjá nánar í meðfylgjandi gröfum.
Spurt var: Hversu mikið eða lítið traust berð þú til eftirfarandi aðila.
Svarmöguleikar voru: Mjög lítið traust, frekar lítið traust, hvorki mikið né lítið traust, frekar mikið traust, mjög mikið traust og veit ekki/vil ekki svara.
Niðurstöður sýna fjölda þeirra sem svöruðu annað hvort mjög/frekar mikið eða lítið traust.
Samtals tóku 98,2% afstöðu til spurningarinnar.
Þróun milli mælinga*:
*ekki eru til mælingar á öllum stofnunum í öll skiptin
Upplýsingar um framkvæmd:
Úrtak: Einstaklingar á aldrinum 18-67 ára valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 877 einstaklingar á aldrinum 18-67 ára
Dagsetning framkvæmdar: 13.-19. júní 2012
Eldri kannanir sama efnis:
2011 Október: MMR Könnun á trausti almennings til helstu stofnana samfélagsins
2010 Október: MMR Könnun á trausti almennings til helstu stofnana samfélagsins
Niðurstöðurnar á PDF:1206_tilkynning_trust_stofnanir.pdf
Notkun heimil svo lengi sem heimilda (vörumerkis MMR) er getið.
Allur réttur áskilinn: 2006 © Markaðs- og miðlarannsóknir ehf.