lsh nyrspital logo

MMR kannaði afstöðu fólks til staðsetningar nýs hátæknisjúkrahúss við Hringbraut. Af þeim sem tóku afstöðu sögðu 70,1% að þau væru staðsetningunni andvíg og 29,9,1% sögðu að þau væru henni hlynnt. Niðurstöðurnar benda til aukinnar andstöðu við staðsetningu nýs hátæknisjúkrahúss við Hringbraut frá því í september 2011. Til samanburðar sögðu 51,9% af þeim sem tóku afstöðu í september 2011 að þau væru staðsetningunni andvíg og 48,1% sögðu að þau væru henni hlynnt.

       Athygli vekur að fjöldi þeirra sem kvaðst mjög andvígur staðsetningu sjúkrahússins við Hringbraut var ríflega fjórfaldur fjöldi þeirra sem sagðist mjög hlynntur henni. Þannig voru 42,8% þeirra sem tóku afstöðu sem sögðust mjög andvíg staðsetningunni borið saman við 10,0% sem sögðust mjög hlynnt henni.

1209 lsh hringbr01

Spurt var: „Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ert þú staðsetningu nýs hátæknisjúkrahúss við Hringbraut"?
Svarmöguleikar voru: „Mjög hlynnt(ur), frekar hlynnt(ur), frekar andvíg(ur), mjög andvíg(ur) og veit ekki/vil ekki svara".
Samtals tóku 75,4% afstöðu til spurningarinnar.

Lítill munur á afstöðu fólks eftir búsetu en mikill eftir aldri

Samkvæmt könnuninni var nokkur munur á afstöðu fólks til staðsetningar nýs hátæknisjúkrahúss. Mestur var munurinn á afstöðu fólks eftir aldri. Þannig sögðust 48,6% yngsta aldurshópsins (18 – 29 ára) vera fylgjandi staðsetningu nýs hátæknisjúkrahúss við Hringbraut borið saman við 21,8% í elsta aldurshópnum ( 50 – 67 ára). Að sama skapi reyndist andstaðan við staðsetningu nýs hátæknisjúkrahúss við Hringbraut mest meðal einstaklinga á aldrinum 50 – 67 ára eða 78,2%. Lítill munur reyndist á afstöðu fólks eftir búsetu. Nokkur munur var á afstöðu fólks eftir því hvaða stjórnmálaflokk það sagðist styðja. Þannig sögðust 43,8% þeirra sem studdu Vinstri græna vera fylgjandi staðsetningu nýs hátæknisjúkrahúss við Hringbraut borið saman við 28,5% þeirra sem studdu Framsóknarflokkinn.

1209 lsh hringbr02

 

Upplýsingar um framkvæmd:

Úrtak: Einstaklingar á aldrinum 18-67 ára valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 896einstaklingar á aldrinum 18-67 ára
Dagsetning framkvæmdar: 3.-6. september 2012

Eldri kannanir sama efnis:
2011 September: MMR Könnun á aftöðu fólks til staðsetningar hátæknisjúkrahúss við Hringbraut

Niðurstöðurnar á PDF:
pdf1209_tilkynning_sjukrahus_hringbr.pdf

Notkun heimil svo lengi sem heimilda (vörumerkis MMR) er getið.
Allur réttur áskilinn: 2006 © Markaðs- og miðlarannsóknir ehf.