Stjórnmál

|

althingi

MMR kannaði afstöðu landsmanna til nokkurra þátta sem varða ríkisstjórnina, stjórnaraðstöðuna og Alþingi í heild. Könnunin var endurtekning á árlegri könnun MMR sem áður hefur verið framkvæmd í júlí 2010 og júlí 2011. Í könnuninni kom fram að 66,7% þeirra sem tóku afstöðu sögðust frekar eða mjög sammála því að að ríkisstjórnin leggi meiri áherslu á afkomu banka en heimilanna í landinu. Viðhorf almennings hefur því lítið breyst frá fyrri könnunum þar sem 67,1% sögðust sömu skoðunar árið 2011 og 70,8% árið 2010.

Þá voru 33,7% þeirra sem tóku afstöðu sem töldu að stjórnarandstaðan myndi stjórna landinu betur en ríkisstjórnin. Hins vegar kváðust 42,9% þeirra sem tóku afstöðu öndverðrar skoðunar, þ.e. töldu að stjórnarandstaðan myndi ekki stjórna landinu betur en ríkisstjórnin. Hvorutveggja reyndist lítil breyting frá fyrri árum.

Einungis 13,2% þeirra sem tóku afstöðu sögðust sammála því að Alþingi standi vörð um hagsmuni almennings á meðan 65,6% kváðust því ósammála. Þessi niðurstaða er lítil breyting frá fyrri árum.

 1207 stjornvold 02

 

Upplýsingar um framkvæmd:

Úrtak: Einstaklingar á aldrinum 18-67 ára valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 939 einstaklingar á aldrinum 18-67 ára
Dagsetning framkvæmdar: 10.-16. júlí 2012

Eldri kannanir sama efnis:
2011 Júlí: MMR Könnun á afstöðu almennings til stjórnvalda

Niðurstöðurnar á PDF:
pdf1207_tilkynning_aðgerðir_stjórnvalda_final.pdf

Notkun heimil svo lengi sem heimilda (vörumerkis MMR) er getið.
Allur réttur áskilinn: 2006 © Markaðs- og miðlarannsóknir ehf.