Í könnun MMR var spurt hvort fólk vildi heldur vilja sem formann Samfylkingarinnar, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur eða Jón Baldvin Hannibalsson. Samtals voru 35,1% sem sögðust heldur vilja Ingibjörgu Sólrúnu en 19% sögðust heldur vilja Jón Baldvin. 45,9% sögðust vilja hvorugt þeirra.

Sé eingöngu litið til þeirra sem sögðust ætla að kjósa Samfylkinguna í næstu Alþingiskosningum kemur í ljós að 68,2% sögðust heldur vilja að Ingibjörg Sólrún gegndi formannsembættinu, 12,7% sögðust heldur vilja að Jón Baldvin yrði formaður og 19,1% sögðust vilja hvorugt þeirra.

0903_02

Niðurstöðurnar í heild:

0903_tilkynning_formsamf.pdf