Ferðamálastofa hefur birt niðurstöður könnunar MMR fyrir um ferðalög Íslendinga á árinu 2009 og ferðaáform fyrir árið 2010.
Í tilkynningu frá Ferðamálastofu kemur fram að "Ferðaárið 2009 var með líflegasta móti hjá landsmönnum samkvæmt nýrri könnun Ferðamálastofu um ferðalög Íslendinga innanlands.Í könnuninni, sem framkvæmd var í janúar síðstliðnum af MMR, kemur fram að níu Íslendingar af hverjum tíu hafi ferðast innanlands á árinu 2009 og er um að ræða nokkuð hærra hlutfall en fyrri kannanir Ferðamálastofu hafa sýnt.
Tveir af hverjum þremur (67%) fóru í þrjár eða fleiri ferðir innanlands og þrír af hverjum fjórum (74%) gistu sjö nætur eða lengur en á heildina litið gistu landsmenn að jafnaði 14,3 nætur á ferðalögum innanlands árið 2009."
Sjá nánar á vef Ferðamálastofu.