MMR kannaði afstöðu fólks til þess hvort það vildi að ákvarðanataka vegna nýrra Icesave samninga yrði eingöngu í höndum Alþingis eða hvort það vildi að slíkir samningar væru bornir aftur undir þjóðaratkvæði?.
Af þeim sem tóku afstöðu voru í heild 49,5% sem sögðu að nýr Icesave samningur yrði líka sendur í þjóðaratkvæði en 50,5% sögðust vilja að nýr samningur yrði eingöngu afgreiddur af Alþingi.
Í könnuninni var einnig spurt um hvað fólk hygðist kjósa í þjóðaratvæðagreiðslunni um Icesave-lögin sem fram fór laugardaginn 6. mars síðast liðinn. Þá kom fram að 95,2% hugðust greiða atkvæði á móti Icesave lögunum en 4,8% hugðust greiða atkvæði með þeim.