- en 71% karla undir þrítugu fylgjandi.
MMR kannaði hversu fylgjandi eða andvígt fólk væri gagnvart því að leyfa rekstur spilavíta á Íslandi.
Af þeim sem tóku afstöðu voru 63,7% sem sögðust frekar eða mjög andvíg hugmyndinni. Skipt eftir einstökum svörum voru 39,5% sem sögðust mjög andvíg, 24,2% sögðust frekar andvíg, 20,6% sögðust frekar fylgjandi og 15,7% sögðust mjög fylgjandi því að rekstur spilavíta væri leyfður á Íslandi.
Töluverður munur reyndist á afstöðu svarenda eftir kyni og aldri. Þannig voru 46% karla sem sögðust hlynnt því að rekstur spilavíta væri leyfður en eingöngu 26% kvenna. Þá voru 55% svarenda undir þrítugu fylgjandi því að rekstur spilavíta væri leyfður á meðan þetta sama hlutfall var 35% hjá aldurshópnum 30-49 ára og eingöngu 21% meðal 50 ára og eldri. Sé fjöldi karla undir þrítugu skoðaður sérstaklega kemur í ljós að 71% svarenda í þessu hópi sögðust fylgjandi því að rekstur spilavíta yrði leyfður á Íslandi.