Harðari afstaða til Íslands í Noregi en í Svíþjóð.
Af þeim voru 33% sem töldu rétt að Íslendingum yrði gert að endurgreiða Bretum og Hollendingum að fullu.
MMR kannaði afstöðu almennings í Noregi til kröfu Breta og Hollendinga á hendur íslenskum stjórnvöldum vegna Icesave skuldbindinganna. Séu niðurstöðurnar skoðaðar í heild kemur í ljós að 20% Norðmanna töldu rétt að Íslendingum yrði gert að endurgreiða Bretum og Hollendingum að fullu vegna útborgunar yfirvalda í þessum löndum til innistæðueigenda vegna gjaldþrota íslenskra banka. Þetta eru ríflega tvöfalt fleiri en sögðu Íslendinga eiga að bera fulla ábyrgð í málinu í sambærilegri könnun MMR meðal almennings í Svíþjóð þar sem fram kom að 9% Svía töldu að Íslendingum bæri að endurgreiða Bretum og Hollendingum að fullu.
Í könnuninni kom jafnramt fram að 13% Norðmanna svöruðu því til að Íslendingar ættu að neita að endurgreiða Bretum og Hollendingum og 27% Norðmanna töldu að kostnaður vegna útborgana til innistæðueigenda ætti að deilast milli landanna þriggja. 41% svarenda sögðust ekki hafa skoðun á málinu.
Niðurstöðurnar í heild: 1002_tilkynning_Icesave_NO.pdf