Réttarfar Traust

|

SkjaldamerkiIslands-þó einungis þriðjungur sem segist treysta dómskerfinu í heild

Tæpur helmingur svarenda (46,6%) segjast bera mikið traust til Hæstaréttar, 42,3% segjast bera mikið traust til dómsmálaráðuneytisins og 40,3% segjast bera mikið traust til héraðsdómstólanna. Á móti segist tæpur fjórðungur svarenda bera lítið traust til þessara stofnana. Þegar spurt var um dómskerfið í heild voru 36,5% sem kváðust bera mikið traust til þess sem er nánast sami fjöldi og segist bera lítið traust til dómskerfisins, eða 34%.

Dómsvaldið mælist þannig njóta mikils trausts meðal töluvert fleiri en aðrar stoðir hins þrískipta ríkisvalds sem mældar voru í samskonar könnun MMR í september síðastliðnum. Þar reyndist ríkisstjórnin (framkvæmdavaldið) njóta mikils trausts meðal 21,9% svarenda og Alþingi (löggjafavaldið) naut mikils trausts meðal 18% svarenda. Á móti voru 54,8% sögðust bera lítið traust til ríkisstjórnarinnar og 52,4% sem sögðust bera lítið traust til Alþingis.

 

Niðurstöðurnar í heild:
0910_tilkynning_traustdomskerfi.pdf