Réttarfar Traust

|

eva_jolyTveir þriðju hlutar svarenda (66,9%) segjast bera mikið traust til Evu Joly, ráðgjafa sérstaks saksóknara vegna rannsóknar á refsiverðri háttsemi í tengslum við bankahrunið. Þetta eru 7,7 sinnum fleiri en segjast bera lítið traust til frú Joly (8,7%). Meirihluti svarenda (52,8%) kveðst einnig bera mikið traust til sérstaks saksóknara sem eru 3,5 sinnum fleiri en segjast bera lítið traust til hans (15,2%)

Fjöldi þeirra sem segjast bera mikið traust til Ríkissaksóknara er aftur á móti nokkuð lægri, eða 35,7%, sem eru þó fleiri en segjast bera lítið traust til embættisins (26,2%). Með öðrum orðum, þriðjungi  fleiri segjast bera mikið traust til Ríkissaksóknara en segjast bera lítið traust til hans.

Nokkra athygli vekur að Rannsóknarnefnd Alþingis mælist hafa lítið traust meðal heldur fleiri (31,1%) en segjast bera mikið traust til hennar (27,1%). Rannsóknarnefnd Alþingis er jafnframt sú af ofangreindum stofnunum sem fæstir segjast bera mikið traust til – eða 27,1% eins og áður sagði.

 

 

Niðurstöðurnar í heild:
0910_tilkynning_traustsaksoknari.pdf