Traust

|

landhelg

Stór hluti svarenda, eða 77,6%, segjast bera mikið traust til Landhelgisgæslunnar. Þessi fjöldi skipar Landhelgisgæslunni á bekk með Lögreglunni á lista yfir þær stofnanir sem njóta mests trausts meðal Íslendinga (sbr. könnun MMR frá í september 2009 þá naut Lögreglan trausts meðal 80,9% svarenda).

 

Einungis 5% svarenda segjast bera lítið traust til Landhelgisgæslunnar – sem þýðir með öðrum orðum að 15,5 sinnum fleiri segjast bera mikið traust til Gæslunnar en segjast bera lítið traust til hennar.

Embætti Ríkislögreglustjóra nýtur mikils trausts meðal 47,1% svarenda, samanborið við 19,6% sem segjast bera lítið traust til embættisins (þ.e. 2,4 sinnum fleiri treysta embættinu en vantreysta því).

Fangelsismálastofnun nýtur mikils trausts meðal 42,1% svarenda, samanborið við 16% sem segjast bera lítið traust til stofnunarinnar (þ.e. 2,6 sinnum fleiri treysta embættinu en vantreysta því).

Útlendingastofnun sker sig úr að því leitinu til að hún nýtur lítils trausts meðal fleiri (28,0%) en segjast bera mikið traust til hennar (23,3%). Það er, 20% fleiri segjast bera lítið traust til stofnunarinnar en segjast bera mikið traust til hennar. Útlendingastofnun er jafnframt sú af ofangreindum stofnunum sem fæstir segjast bera mikið traust til – eða 23,3% eins og áður sagði.

Niðurstöðurnar í heild:
0910_tilkynning_trausteftirlits.pdf