MMR framkvæmir reglulegar mælingar á notkun almennings á helstu netfjölmiðlum landsins. Mælingarnar byggja á rafrænum teljaragögnum Modernus annars vegar og gögnum um netnotkun sem safnað er í spurningakönnun MMR meðal almennings hins vegar. Við úrvinnslu gagnanna er þessum tvennum upplýsingaveitum spyrt saman þannig að úr verði gagnagrunnur sem sýnir raunverulegan heimsóknarfjölda á hvert vefsetur mælt í síðuflettingum sem og fjölda einstaklinga. Niðurstöður eru greinanlegar eftir ólíkum notendahópum (skilgreindum t.d. út frá lýðfræði, fjölskyldugerð, almennri fjölmiðlanotkun, áhugamálum, skoðunum og/eða almennri nethegðun). Vert er að taka fram að aðrir netmiðlar en neðangreindir eru ekki mældir í könnuninni en nálgast má heimsóknartölur þessa og aðra vefi á http://www.veflistinn.is.
Verkefnið er samstarfsverkefni milli MMR, Árvakurs hf, 365 miðla ehf, Vefpressunnar ehf. DV ehf. Já upplýsingaveitna hf. Fótbolta ehf, ABS-fjölmiðlahúss ehf, Auglýsingamiðlunar ehf, Birtingahússins ehf, H:N markaðssamskipta ehf, MediaCom Íslandi ehf og Ratsjár media ehf.
Þátttaka er heimil öllum vefmiðlum og birtingaþjónustufyrirtækjum (sjá upplýsingar um þátttöku hér).
Smelltu á hnappana hér að neðan til að skoða nýjustu niðurstöður úr netmiðlakönnun MMR: