Vefir
Undirsíður
Þróun yfir tíma


Eftir vikudögum

Um verkefnið

Mælingarnar byggja á rafrænum teljaragögnum Modernus annars vegar og gögnum um netnotkun sem safnað er spurningakönnun MMR meðal almennings hins vegar. Við úrvinnslu gagnanna er þessum tvennum upplýsingaveitum spyrt saman þannig að úr verði gagnagrunnur sem endurspeglar raunverulegan heimsóknarfjölda á hvert vefsetur mælt í síðuflettingum sem og fjölda einstaklinga. Niðurstöður eru greinanlegar eftir ólíkum notendahópum (skilgreindum t.d. út frá lýðfræði, fjölskyldugerð, almennri fjölmiðlanotkun, áhugamálum, skoðunum og/eða almennri nethegðun). Vert er að taka fram að aðrir netmiðlar en neðangreindir eru ekki mældir í könnuninni en nálgast má heimsóknartölur þessa og aðra vefi á www.veflistinn.is.

Gögnin eru unnin fyrir fjögurra vikna tímabil í hverjum mánuði í senn og gefa til kynna notkun vefjanna fyrir meðal viku í hverjum mánuði (birt fyrir meðal viku í heild, staka daga eða tiltekinn tíma dags). Nýjar tölur eru birtar mánaðarlega (að afloknu hverju gagnaöflunartímabili).

Verkefnið er samstarfsverkefni milli MMR, Árvakurs hf, 365 miðla ehf, Vefpressunnar ehf. DV ehf. Já upplýsingaveitna hf. Fótbolta ehf, ABS-fjölmiðlahúss ehf, Auglýsingamiðlunar ehf, Birtingahússins ehf, H:N markaðssamskipta ehf, MediaCom Íslandi ehf og Ratsjár media ehf (Sjá einnig hér).

Framkvæmd verkefnisins er háð skilmálum Samkeppniseftirlitsins sem má lesa hér