MMR kannaði nýlega viðhorf Íslendinga til erlendra ferðamanna á Íslandi. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 80,0% vera jákvæð gagnvart erlendum ferðamönnum á Íslandi og 7,5% sögðust vera neikvæð gagnvart erlendum ferðamönnum á Íslandi.
Spurt var: Almennt séð, hversu jákvæð(ur) eða neikvæð(ur) ert þú gagnavart erlendum ferðamönnum á Íslandi?
Svarmöguleikar voru: Mjög jákvæð(ur), frekar jákvæð(ur), hvorki jákvæð(ur) né neikvæð(ur), frekar neikvæð(ur), mjög neikvæð(ur) og veit ekki/vil ekki svara.
Samtals tóku 99,2% afstöðu til spurningarinnar
Munur á viðhorfi eftir hópum
Þeir sem höfðu hærri heimilistekjur voru frekar jákvæðir gagnvart erlendum ferðamönnum á Íslandi en þeir sem höfðu lægri heimilistekjur. Af þeim sem tóku afstöðu og tilheyrðu tekjuhæsta hópnum (milljón eða meira á mánuði í heimilistekjur) sögðust 89,3% vera jákvæð gagnvart erlendum ferðamönnum, borið saman við 62,3% þeirra sem tilheyrðu tekjulægsta hópnum (undir 250 þúsund á mánuði í heimilistekjur.
Þeir sem studdu Framsóknarflokkinn voru síður jákvæðir gagnvart erlendum ferðamönnum á Íslandi en stuðningsfólk annarra flokka. Þannig sögðust 70,7% þeirra sem studdu Framsóknarflokkinn vera jákvæð gagnvart erlendum ferðamönnum á Íslandi, borið saman við 89,6% þeirra sem studdu Bjarta framtíð.
Upplýsingar um framkvæmd:
Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri, valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 956 einstaklingar, 18 ára og eldri
Dagsetning framkvæmdar: 22. til 30. júlí 2015
Þróun milli mælinga:
Ekki var spurt um traust til Landsdóms í fyrri mælingum.