tjald GIF 800x1200 q95MMR kannaði á tímabilinu 18. til 23. júní hvort Íslendingar ætluðu að ferðast innanlands eða utan í sumarfríinu. Litlar breytingar reyndust á ferðaætlunum Íslendinga frá því árið áður.

Af þeim sem tóku afstöðu til spurningarinnar sögðust 83,1% ætla að ferðast innanlands í sumarfríinu, þar af sögðust 52,1% aðeins ætla að ferðast innanlands í sumarfríinu. Til samanburðar sögðust 82,8% ætla að ferðast innanlands árið 2013 og 54,7% sögðust eingöngu ætla að ferðast innanlands sama ár.
Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 38,2% ætla að ferðast utanlands í sumarfríinu og 7,2% sögðust eingöngu ætla að ferðast utanlands. Til samanburðar sögðust 35,2% ætla að ferðast utanlands árið 2013 og 7,1% sagðist eingöngu ætla að ferðast utanlands sama ár.
Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 9,7% ekki ætla að ferðast neitt í sumarfríinu, borið saman við 10,1% í fyrra.

1406 ferdalog 01 

Spurt var: Ætlar þú að ferðast innanlands eða utan í sumarfríinu? Svarmöguleikar voru: Já, innanlands, Já, utanlands, Já, bæði innanlands og utanlands, Nei, ætla ekki að ferðast neitt og Veit ekki/vil ekki svara.
Samtals tóku 94,1% afstöðu til spurningarinnar
 

Munur á ferðahögum Íslendinga eftir búsetu, heimilistekjum og stjórnmálaskoðunum

Þeir sem að búsettir voru á höfuðborgarsvæðinu voru líklegri til að segjast ætla að ferðast erlendis í sumarfríinu en þeir sem búsettir voru á landsbyggðinni. Þannig sögðust 41,7% þeirra sem búsett voru á höfuðborgarsvæðinu að þau ætluðu að ferðast erlendis í sumarfríinu, borið saman við 32,7% þeirra sem búsett voru á landsbyggðinni.

Þeir sem höfðu 600 þúsund eða meira í heimilistekjur voru líklegri til að segjast ætla að ferðast innanlands og utanlands í sumarfríinu en þeir sem höfðu heimilistekjur undir 600 þúsund. Þannig sögðust 85,6% þeirra sem höfðu heimilistekjur á bilinu 600-799 þúsund ætla að ferðast innanlands í sumarfríinu og 42,2% sögðust ætla að ferðast utanlands. Af þeim sem höfðu 800 þúsund eða meira í heimilistekjur á mánuði sögðust 90,7% ætla að ferðast innanlands í sumarfríinu og 43,6% sögðust ætla að ferðast utanlands. Til samanburðar sögðust 70,7% þeira sem höfðu heimilistekjur á bilinu 250-399 þúsund á mánuði ætla að ferðast innanlands í sumarfríinu og 33,3% sögðust ætla að ferðast utanlands.

Einnig reyndist nokkur munur á ferðahögum eftir stjórnmálaskoðunum. Þeir sem að sögðust styðja Bjarta framtíð og Samfylkinguna voru líklegastir til að segjast ætla ferðast innanlands í sumar en Píratar voru líklegastir til að ætla að ferðast erlendis í sumarfríinu. Af þeim sem tóku afstöðu og studdu Bjarta framtíð sögðust 88,7% ætla að ferðast innanlands í sumarfríinu og 88,5% þeirra sem studdu Samfylkinguna. Af þeim sem tóku afstöðu og studdu Pírata sögðust 45,5% ætla að ferðast erlendis í sumarfríinu.

1406 ferdalog 02

 

Upplýsingar um framkvæmd:

Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri, valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 943 einstaklingar, 18 ára og eldri
Dagsetning framkvæmdar: 18. til 13. júní 2014

Eldri kannanir sama efnis:
2013 Júní Könnun MMR á ferðahögum Íslendinga í sumarfríinu
2012 Júní Könnun MMR á ferðahögum Íslendinga í sumarfríinu
2011 Júní Könnun MMR á ferðahögum Íslendinga í sumarfríinu