MMR kannaði hvort fólk væri almennt fylgjandi eða andvígt því að sett yrðu veggjöld til að fjármagna nýframkvæmdir í samgöngumálum. Mikill meirihluti þeirra sem tók afstöðu kváðust andvígir veggjöldum eða 81,9%. Lítill munur reyndist á afstöðu fólks eftir því hvort það býr á höfuðborgasvæðinu eða úti á landi. Andstaðan við veggjöld reyndist mest á meðal Sjálfstæðismanna, en 88,9% þeirra sögðust frekar eða mjög andvígir hugmyndum um veggjöld til fjármögnunar á nýframkvæmdum í samgöngumálum.
Niðurstöðurnar í heild: 1101_tilkynning_veggjld.pdf