Þá voru 26,4% sem sögðust hafa notað farsíma við akstur til að skrifa/lesa sms skilaboð og 3,5% sögðust hafa notað farsíma við akstur til að fara á internetið. 16,9% svarenda sögðust aldrei hafa notað farsíma við akstur á síðastliðnum 12 mánuðum.
Nokkur munur reyndist á niðurstöðum eftir aldri svarenda. Þannig voru 47,2% svarenda undir þrítugu sem sögðust hafa notað farsíma við akstur til að skrifa/lesa SMS skilaboð samanborið við 6,3% þeirra sem voru fimmtíu ára og eldri. Þá voru 9,7% svarenda á aldrinum 30-49 ára sem sögðust aldrei hafa notað farsíma samanborið við 30,9% í aldurshópnum 50 ára og eldri.
Niðurstöðurnar í heild: 1004_tilkynning_farsimar.pdf