ÍMARK, samtök markaðsfólks á Íslandi og SÍA, Samband íslenskra auglýsingastofa hafa samið við MMR um gerð rannsókna fyrir samtökin til næstu fimm ára. Samningurinn felur í sér upplýsingaöflun um markaðs- og auglýsingamál sem samtökin miðla til félagsmanna sinna. Þá mun MMR hafa umsjón með vali á auglýsingastofu ársins og markaðsfyrirtæki ársins sem verðlaunuð verða á ÍMARK deginum ár hvert.

Samningurinn kemur í framhaldi af vel heppnuðu samstarfi samtakanna við MMR á liðnum misserum og er til vitnis um stefnu samtakanna um að auka veg og virðingu markaðsmála hérlendis og stuða að auknum skilningi á mikilvægi þeirra.

MMR er að sjálfsögðu heiður að taka þátt í mikilvægu starfi ÍMARK og SÍA.