Framkvæmd og skilmálar

Spurningavagn MMR er áreiðanleg aðferð við að gera rannsóknir meðal almennings en fyrir brot þess kostnaðar sem það myndi annars kosta að gera sértæka könnun. Spurningavagn MMR er að jafnaði framkvæmdur aðra hverja viku. Nánari upplýsingar veita ráðgjafar MMR í síma 578 5600 eða í tölvupósti á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.


Úrtak

Hver könnun samanstendur af +/- 900 svörum. Val á svarendum (netpanel/álitsgjöfum) fer fram í gegnum síma en könnuninni sjálfri er svarað á Internetinu. Svarendur eru 18 ára og eldri, jafndreift eftir kyni, aldri og búsetu (og hafa aðgang að Internetinu*).

Hópur álitsgjafa MMR telur liðlega 16.000 einstaklinga sem valdir hafa verið með tilviljunarúrtaki úr þjóðskrá og fengnir til þátttöku í netkönnunum með símakönnun. Þannig er tryggt að svarendur eru aldrei sjálfvaldir til þátttöku. Strangar aðferðafræðilegar reglur gilda um val á þátttakendum þannig að tryggt sé að svarendahópurinn sem og svörun við hverri könnun endurspegli lýðfræðilega samsetningu þjóðskrár. Hópurinn er endurnýjaður allt árið um kring til að bæta fyrir brottfall og tryggja eðlilega endurnýjun með það að augnamiði að varðveita samsetningu svarendahópsins og þar með alhæfingargildi niðurstaðna sem byggjast á úrtaki úr honum.

Í hverri könnun er jafnframt safnað upplýsingum sem notaðar eru til samanburðar við þekktar upplýsingar sem ekki eru geymdar í þjóðskrá og þannig fylgst með að upplýsingarnar sem aflað er gefi rétta mynd af þýðinu.

Þá leggur MMR leggur mikla áherslu vandaða aðferðafræði við framkvæmd kannana, allt frá uppsetningu á spurningalista til afhendingar niðurstaðna.

*Skv. Eurostat voru (árið 2019) 98% íslenskra heimila með aðgengi að internetinu (sjá: Eurostat 2019) og 97% Íslendinga á aldrinum 16 til 74 ára notuðu internetið daglega (sjá Eurostat 2019).

Bakgrunnsupplýsingar

Við greiningu á svörum fylgja með krosskeyrslur eftir stöðluðum lýðfræðibreytum (kyn, aldur, búseta, starf, menntun og heimilistekjur). Mögulegt er að óska eftir öðrum bakgrunnsupplýsingum.

Skýrslugerð

Skýrslugerð er hagað í samræmi við óskir viðskiptavina. Innifalið í grunnverði eru krosskeyrslur í töflum, brotnar eftir stöðluðum bakgrunnsbreytum ásamt einfaldri grafískri framsetningu. Niðurstöðum er skilað á rafrænu formi (PDF).

Tímaáætlun

Gagnaöflun hefst jafnan annnan hvern þriðjudag varir til næsta mánudags þar á eftir. Skil á niðurstöðum eru allt frá einum til tíu virkum dögum eftir að gangaöflun lýkur. Vinsamlega hafið samband til að fá upplýsingar um hvernær næsti spurningavagn hefst.

Opinber birting niðurstaðna

Óheimilt er að birta niðurstöður kannana opinberlega nema með skriflegu leyfi MMR. Ef niðurstöður eru birtar skal nafn þess sem greiðir fyrir viðkomandi könnun tekið fram ásamt því sem niðurstöður viðkomandi spurningar skulu gerðar opinberar í heild sinni, þar með talið þær forsendur sem svarendum eru gefnar áður en spurninginni er svarað. MMR áskilur sér jafnframt rétt til að gera ofangreindar upplýsingar opinberar við birtingu niðurstaðna af hálfu kaupanda.