Öllum vefmiðlum og birtingaþjónustufyrirtækjum stendur til boða aðgangur að mælingum MMR á notkun almennings á netfjölmiðlum.

Kostnaður við mælingu á vefmiðlum í Netsjá er eftirfarandi er eftirfarandi (án virðisaukaskatts og miðað við vísitölu neysluverðs í október 2012*):

Fyrir birtingaþjónustufyrirtæki**:
Birtingafyrirtæki greiða upphafskostnað að viðbættum rekstrarkostnaði.

  • Upphafskostnaður (eingreiðsla): 59.176 kr.
  • Gagnakostnaður (á mánuði): 17.828 kr.
  • Aðstöðugjald (á mánuði fyrir hvern birtingaráðgjafa): 4.651 kr.

Fyrir vefmiðla:
Vefmiðlar greiða upphafskostnað að viðbættum rekstrarkostnaði sem ákvarðast af fjölda heimsókna á viðkomandi vefsetur eða af ákveðnu lágmarksgjaldi (hvort heldur er hærra). Frá rekstrarkostnaði við mælingar á vefmiðlum dragast 20% sem greiðast af birtingaþjónustufyrirtækjum.

  • Upphafskostnaður (eingreiðsla): 375.000 kr.
  • Vefmiðlar greiða 0,17 kr fyrir hverja heimsóknareiningu á viðkomandi vef. Fjöldi heimsóknareininga reiknaður sem: Meðaltal stakra notenda á viku sinnum 0.5 + meðalfjöldi flettinga á viku sinnum 0.5 (hvort tveggja ákvarðað samkvæmt samræmdri vefmælingu Modernus). Fjöldi heimsóknareininga eru reiknaðar árfjórðungslega út frá heildartölum fyrir síðustu 3 mánuði.

Lágmarks rekstrarkostnaður við mælingu vefmiðils er eftirfarandi:

  • Mæling á aðalsíðu (eingöngu): 100.000 kr. á mánuði
  • Mæling á allt að fimm undirsíðum (valkvætt): 112.500 kr. á mánuði

Vefmiðlar leggja jafnframt sjálfir til aðgang að samræmdri teljaramælingu Modernus skv. gjaldskrá Modernus.

Kostnaður* er innheimtur ársfjórðungslega í upphafi hvers gagnaöflunartímabils.

Að teknu tilliti til úrtaksstærðar verkefnisins og dekkunar viðkomandi vefmiðils getur tekið allt að 12 mánuði að að safna nægu gagnamagni í viðtalskönnun fyrir nýja vefi áður en þeir birtast í niðurstöðum með öðrum vefmiðlum. Mögulegt er að flýta gagnaskilum fyrir nýjar vefsíður með því að auka gagnamagn gegn aukagjaldi.

*Kostnaður uppfærist til hækkunar til samræmis við breytingu á vísitölu neysluverðs frá í október 2012 (grunnvísitala = 400,7). Allar upphæðir eru án virðisaukaskatts.

**Kostnaður birtingaþjónustufyrirtækja tekur breytingum til hækkunar við fjölgun mældra netmiðla sem nemur 20% af kostnaði við mælingu hvers nýs netmiðils.

Framkvæmd verkefnisins er háð skilmálum Samkeppniseftirlitsins sem má lesa hér