Rýnihópar eru frábær leið til að kortleggja nýjar aðstæður. Nálgun MMR á rýnihópinn byggir á þekkingu, sköpunarkrafti og hugvitssemi rannsóknarfólks í bland við áherslu á þróun og trausta aðferðafræði.
Af hverju rýnihópar?
Rýnihópar eru öflugt verkfæri til að greina og skýra þá merkingu sem neytendur
leggja í umhverfi sitt. Með rýnihópum má nálgast svör við aðkallandi spurningum
eins og hvaða breytingar eru að eiga sér stað í neytendahegðun eða hvaða nýju
þarfir eru að verða til.
Algengar spurningar sem svarað er í rýnihópum eru til dæmis:
• skilningur á orðaforða eða orðfæri viðskiptavina
• hvaðan er ímynd fyrirtækja og vörumerkja komin
• mati á viðbrögðum við nýjum auglýsinga- og/eða markaðsherferðum
• kortlagning á ástæðum fyrir kauphegðun
• greining á fyrirsjáanlegum og orðnum breytingum á hegðun og tísku
Hvernig eru niðurstöður rýnihópa unnar?
Niðurstöðum rýnihópanna er skilað í skýrslu þar sem leitast er við að setja niðurstöðurnar upp á myndrænan og aðgengilegan hátt. Þeim rannsóknarspurningum sem lágu til grundvallar rannsókninni er svarað og studdar með tilvitnun í orð þátttakenda. Einnig er gerð grein fyrir nýjum hugmyndum og nýrri sýn sem getur gagnast fyrirtækinu og þannig aukið gildi niðurstaðnanna.
Ítarefni um rýnihópa: